Hlín - 01.01.1932, Page 89
HUn
87
hún vera þar »útlagi«. Dýrafjörð þráði hún. Þaðan var
hún ættuð og þar langaði hana til að eiga heima.
Á uppvaxtarárum sínum í Súgandafirði kom hún
stundum að finna skyldfólk sitt og foreldra. Þá fanst
henni fjörðurinn sinn kæri brosa á móti sjer og bjóða
sig velkomna. Altaf þráði hún fjörðinn meir og meir
eftir því sem árin liðu fleiri.
Árið 1892 var indælt sumar og heyskaparsumar gott.
Heyskapur búinn í fyrra lagi hjá hjónunum á Kirkju-
bóli sem mörgum öðrum. Húsfreyjan mun þá hafa leitt
það í tal við bónda sinn, að gaman væri að skreppa til
Dýrafjarðar. Bæði langaði hana til að sjá systkin sín,
sem þá voru öll á lífi og búsett hjer í sveit, og þá um
leið að leita hófanna um að fá jörð til ábúðar, ef sæmi-
leg jörð losnaði hjer í hrepþi.
Þau komu landveginn, ríðandi á fallegum hestum og
fóru fjöll niður í Geirþjófsfjörð, svo þaðan til Dýra-
fjarðar. Gistu á Laugabotni og athuguðu ýmsa sögu-
staði frá tíma Gísla Súrssonar. Þetta er löng landferð
og ekki allstaðar greiðfær, en ferðin gekk vel báðar
leiðar. Þetta ár var haldin 1000 ára hátíð Dýra, land-
nema Dýrafjarðar, hátíðin var haldin á Þingeyri.
Hjónin voru á þessari hátíð og skemtu sjer vel.
Foreldrum mínum, Guðrúnu Pjetursdóttur og Benja-
mín skipstjóra Bjarnasyni, búendum á Múla hjer í
hreppi, var falið það umboð að útvega jörð hjer til á-
búðar það fyrsta, sem mögulegt væri. Jörð fjekst fyrst
til ábúðar 1894, Hraun í Keldudal, svo hingað í fjörð-
inn var flutt í fardögum 1895. — Þá voru samgöngur
erfiðar á landi voru, svo flytja varð búpening, fólk og
búslóð landleið. Farið yfir Glámujökul og komið ofan
í botn Dýrafjarðar. Þetta er margra daga ferð. En
veður gafst indælt. Mjer hefur altaf fundist einskonar
æfintýrablær hvíla yfir þessari langl'erð frændkonu
minnar, þegar hún var að flytja sig í blessaðan fjörð-