Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 90
88
Hlin
inn, sem hún hafði altaf þráð að mega búa í, og nú var
þessi ósk hennar og þrá að rætast.
I Hrauni urðu dvalarárin 26, lengst af við búskap.
Búnaðist þeim hjónum þar vel og jarðeigendum þótti
jörð sín vel setin.
Með fyrri manni sínum eignaðist Petrína eitt barn,
dóttur, Kristínu að nafni, sem er gift og búsett á Þing-
eyri.
Með seinni manni sínum átti hún 4 börn. Eitt af
þeim dó í bernsku. Þessi börn eru á lífi:
1. Guðrún, gift og búsett á Þingeyri.
2. Pjetur, skipstjóri á e.s. »Goðafoss«, giftur maður
í Reykjavík.
3. Þorvarður, hafnsögumaður í Reykjavík og giftur
þar.
Það er enginn efi á því, að kona þessi hefur staðið
vel í stöðu sinni sem móðir. Hún hefur sett markið
hátt og unnið að því af alefli að börn hennar yrðu góð-
ir og dáðríkir menn. Petrína hefur líka haft barnalán
og játar það, en hún segir, að það sje ekki sjer að
þakka, það sje ein af velgerðum Guðs, sem hún hafi
þegið af hans náð, óverðskuldað.
Til gamans er hjer tekin upp frásaga frá æskuárum
Petrínu, rituð af henni sjálfri. Hún segir svo frá:
»Eitt vor, þegar jeg var barn, fann Þorvaldur, fóst-
bróðir minn, andarhreiður skammt fyrir utan túnið,
því þar rann á, og hafði öndin orpið þar nálægt. Það
var æfinlega farið í kaupstaðinn, áður en farið var að
slá. Áður en frændi minn fór á stað í kaupstaðinn, bað
hann mig fyrir andarhreiðrið, því hann var bæði dýra-
vinur og elskaði náttúruna.
Á hverjum degi fór jeg til hreiðursins. (Það var ver-
ið alt að fjóra daga í kaupstaðarferðinni). Einu si'nni
sá jeg að ungi var að koma út úr einu egginu. Daginn
eftir voru þrír ungai\ komnir í hreiðrið, en það var