Hlín - 01.01.1932, Page 91
mtn
89
helmingurinn. Þegar jeg kom síðast að hreiðrinu, þá
var alt horfið, og fjell mjer það ijla, því jeg hjelt að
krummi hefði komist þar að. Þó gekk jeg að ánni og
að hyl, sem þar var og sá öndina þar á lygnunni við
bakkann, var hún þar að synda með unga sína á bak-
inu. Hún hitti á leið sinni lítinn foss, en gat þó bjargað
ungum sínum yfir hann. »
Er jeg horfði á þetta, datt mjer í hug: »Ef jeg ætti
eftir að eiga mann og börn, þá vildi jeg biðja Guð að
gefa það, að jeg gæti bægt börnum mínum frá freist-
ingunum í lífinu eins og öndin ungum sinum frá foss-
inum«. — Til þessarar stundar hefi jeg oft hugsað í
lífinu.
Annað atvik, sem hafði mikil áhrif á mig, er mjer
harla minnisstætt frá æskuárum mínum.
Þegar jeg var um það bil 18 ára gömul, sá jeg upp
á svo grátlegt hjónaband, sem jeg hef ekki getað
gleymt, og sem hafði þau áhrif á mig, að mjer fanst
ómögulegt að hugsa til þess að giftast. — Samt sem
áður vóg þetfa atvik ekki svo mikið, þegar til kom,
sem betur fór, segi jeg. — En ekki gekk jeg út í hjóna-
bandið á barnsaldri. — Frænka mín og fóstra sagði
það oft við mig, að hún vonaðist eftir, að jeg ljeti sína
njóta þess eftir sinn dag, að hún hefði alið mig upp
fyrir ekki neitt. Dvaldi jeg því öll mín bestu ár á upp-
eldisheimili mínu. Um hjónabandið hugsaði jeg ekki
fyr en liðlega þrítug að aldri. Og þó jeg væri ekki
yngri en þetta, þegar jeg giftist, þá þekki' jeg hvað
það er að missa eiginmann minn og giftast í annað
sinn, því tvígift varð jeg, og eignaðist börn með báð-
um mínum mönnum, svo ekki hef jeg farið varhluta
af móðurábyrgðinni. Hefur mjer því oft dottið í hug
atvikið, sem jeg sá við ána, og huldar raddir hvíslað
að mjer að gæta barna minna fyrir hættum lífsins,