Hlín - 01.01.1932, Side 92
90 Hlín
ekki síður en öndin gætti unga sinna, er hún synti yfir
fossinn með þá á bakinu.
En ekki þakka jeg það sjálfri mjer, þó Guð hafi
gefið mjer barnalán.
Nú er jeg hnigin fyrir aldurssakir og hár mitt far-
ið að grána. Nú bý jeg með seinni manni mínum í
skjóli hans og barna minna og nýt umönnunar þeirra,
þar til kallið kemur til æðri heima. Vona að þessi veg-
ferð sé farin að styttast. Fagna jeg því, þrátt fyrir
það, þó mjer hafi ekki liðið illa í lífinu, sem maður
segir, þá er jeg nú samt orðin södd lífdaga. En vil þó
segja með skáldinu: »Guð gefðu mjer þolinmæði að
þreyja, þar til stundin er komin«.
Á hljóðum stundum hefur Petrína athugað þá ábyrgð,
sem fylgir því að vera móðir og bera hita og þunga
uppeldisins. En um leið og hún spann þráðinn í föt
barna sinna, þá miðlaði hún þeim hollum fróðleik af
andans auði sínum, er hún bestan átti. Meðan hún sat
í vefstólnum og sló vefinn, miðlaði hún kunnáttu
handa sinna. Kendi þá dætrum sínum að sauma, bæði
krosssaum og fleira smávegis í saumum.
Vafalaust mega börn þessarar konu eins og svo mörg
önnur, taka undir með skáldinu M. Jochumssyni, það
sem hann segir um móður sína: »Enginn kendi mjer
eins og þú hið eilífa sanna, hreina trú«.
Þó Petrína hafi verið frábær iðjukona, þá hefur hún
gefið sjer tómstundir til bóklesturs og með því auðgað
anda sinn. Því hún hefur unnað sjer eðlilegrar hvíldar
frá störfum daglega lífsins. — Oft hefur hún þó sett
met á, hverju hún ætlaði að afkasta þennan og þennan
daginn, og oftast mun það hafa verið búið á ákveðnum
tima.
Þegar Pjetur, sonur Petrínu, var skipstjóri á »Ville-
moes« (sem nú heitir »Selfoss«), ferðaðist hún með
honum hringinn í kringum landið, þá .komin um sjö-