Hlín - 01.01.1932, Page 93
Hlín 91
tugt. f þeirri ferð skemti hún sjer vel og man glögt
margt úr því ferðalagi.
Árið 1921 fluttist Petrína fi'á Hrauni með Guðrúnu
dóttur sinni og manni hennar til Þingeyrar og dvelur
þar með manni sínum í skjóli barna sinna. — 1 fyrra
skrapp hún til Reykjavíkur að sjá drengina sína. Og
fór um leið á Þingvallahátíðina, að sjá þá miklu dýrð.
Einnig sýndi hún spjaldvefnað nokkra daga á Lands-
sýningunni.
Það má segja um Petrínu, að hún hefur, þrátt fyrir
háan aldur, hrausta sál ennþá. Segir hún að störfin
haldi sjer við.
Síðasta afmælisdag sinn kvaddi hún 84 dáðrík æfi-
ár. — Til að ylja sál hennar þennan dag, var mjer gef-
ið kvæði það, sem hjer fer á eftir:
Heill þjer, mæra móðursystir,
mark er sett á þessum degi,
þinn við áttugasta og fjórða
áfanga á lífsins vegi.
Langt er bil frá bernskudögum,
brosa úr fjarlægð æskutíðir,
þroskaárin öll á baki,
elli hjela lokka skrýðir.
Þótt sú langferð þreytta limu
þunga nú og stirða gjöri,
enn má sjá á brúnir bregða
björtum glampa af æskufjöri.
Spor þín aldrei öfugt lágu,
óræk þess má finna merki,
feril beinan fetað hefur,
framsýn, gætin, heil að verki.