Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 95
einkanlega drengjum, sem hún ýmist tók sem smala,
eða sem komið var til hennar »til að gera mann úr
þéim«, sem þá var kallað. Sumir voru þeir bæði and-
lega og líkamlega vanræktir, en henni tókst altaf að
ná því besta, sem til var hjá hverjum einum. En það
var ekki ávalt ljett verk og margir eru þeir, sem eiga
henni að þakka lífslán sitt að mestu. Hún kendi börn-
um þeim, sem hjá henni voru að lesa og skrifa. Þá var
hún og önnur kona í Múlasveit, Guðrún Jónsdóttir í
Firði, taldar skrifa best.
Þeim börnum, sem þótti ókennandi, var allajafna
komið til Petrínu, og hún hætti ekki við fyr en hún
sigraði. Hún leitaði að þvi besta hjá unglingunum og
fann það líka.
Víkingsdugnaði Petrínu bæði til sjós og lands var
viðbrugðið. Það var ekki heiglum hent að binda vota-
band upp á hestana, þar sem heybandsvegurinn lá nið-
ur snarbrattar fjallshlíðar, stundum um þröng gil eða
gljúfur, og meðferðarmaðurinn oftast lítið barn, sem
ekkert gat, nema látið hrossin ráða ferðinni og skæla,
ef hallaðist eða hrökk sáta upp af klakk.
Á veturna heyrðust höggin í vefstól Petrínu löngu
áður en aðrir fóru á fætur, hún var tiltekinn vefari.
Þá var það ekki sjaldan að hún var kölluð til að
sitja yfir konum, ef eitthvað þótti út af bregða, því
þá var engin lærð yfirsetukona í Múlasveit, og henni
heppnaðist það vel sem annað.
Stundum var komið til hennar fólki, sem af einhverj-
um ástæðum varð bilað á geðsmununum, hún varð þá
oft að verja sínum dýrmæta tíma til að ganga með
þeim úti og hafa af fyrir þeim, máske svo vikum skifti,
og ekki lét hún þetta fólk frá sér fara, fyr en það var
albata.
Petríng er trúkona mikil, hún gekk að hverju slíku
verki með fullu trausti á forsjón Guðs, sem gæfi henni