Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 96
krafta til að leysa af hendi vandasörnustu verk. Altaf
að hjálpa, græða og hugga, það var æðsta mark þessar-
ar göfugu konu.
I. J.
Um starfsemi kvenna
og fjelagsskap þeirra.
Erindi eftir sr. Sigurð Gíslason
á Þingeyri í Dýrafirði.
Þegar jeg var beðinn að tala í kvöld um kvenfjelög
og starfsemi þeirra, þá finn jeg fljótt, að hjer er
vandaverk. Á jeg að fara að binda því takmörk, sem
ótakmarkað er, á jeg að fara að marka því bás, sem
allstaðar birtist, á jeg að fara að segja konum að starfa
hjer og þar, þetta skuluð þið gera, hitt ógert láta? —
Bak við allar slíkar ráðleggingar lægi vissulega það
álit, að konan væri aðeins eitthvert lítið brot af lífinu,
og svo væru skiftar skoðanir um það, hvar konan ætti
að vera, hvort hún ætti að vera úti eða inni, starfa að
opinberum málum eða »aðeins« á heimilinu. Jeg segi
»aðeins«, því þarna hafa menn búið til pólitík eins og
víðar. — Sumir segja: »Konan á að slíta sig frá öllu
þessu heimilisbasli. Sje hún enn ógift, á hún að harð-
neita að giftast, hún á að vinna úti við verslun, á skrif-
stofu, í bæjarstjórn og á þingi«. — Hinn flokkurinn
segir: »Sleppið ekki konunni út fyrir hússins dyr, um-
fram alla lifandi muni, látið hana aldrei líta upp úr
öskunni og skóbætingunum«.