Hlín - 01.01.1932, Side 99
Bjargi, sem er mesta hetjan forna, þar sem hún fyrír-
gefur banamönnum Grettis.
Þessi dæmi sögunnar sýna, að konan hefur víða við
komið, þrátt fyrir viðjar, undirgefni og ófrelsi. En
það sjest best hvað þær megna, ef J>ær eru fullfrjálsar
og óháðar. Konunum hefur verið bægt frá mörgum
starfssviðum, og sum eru enn ekki opin fyrir þeim,
eins og t. d. prestsþjónustan, sem þær hljóta þó að
vera sjerstaklega vel fallnar til.
Og skyldi einhver halda, að frjálsræðið til að velja
og hafna mundi draga konuna frá köllun sinni, þá er
þar því að svara, að á því er engin hætta. Konan hefur
svo sterkt móðureðli, að það lætur hún aldrei falla í
skuggánn. Heimilið vanrækir hún ekki, þótt hún verði
frjáls,þvíaðvirkilegt frelsieraðeins það,að konanmegi
starfa óhindrað að því, sem eðli hennar og kærleikur
vísar henni til. Konan verður að hafa jafnan aðgang að
öllum störfum og karlar, svo velur hún sjer það starf-
svið, sem henni sýnist, jeg get ekkert fyrirskipað um
það, hún ræður því. — En jeg hygg að hún velji sjer
góða hlutskiftið, að halda á kærleiksljósinu og bera það
um, hvar sem lýsa þarf með því í myrkri lífsins.
Hjer sjáum við fylkingu kvenna, fjelagsskap kvenna,
sem ætíð verður í því fólginn, að vera frumkvöðull
góðra verka, kærleikur konunnar leitar jafnan upp
það, sem sært er og veikt og þarfnast hjálpar. — Þessi
fjelagsskapur ber lampa trúar, fórnfýsi pg líknsemi
um í myrkrinu, þar sem menn þjást og líða. Hann ber
smyrsl á sár þeirra, er hin græðandi hönd, sem hjálpar
öllu því til að rísa upp, sem er fótum troðið eða svo
hjálpar þurfi, að það mænir á aðstoð. — Eins og særði
hermaðurinn horfði á Florence Nightingale sjer til
bjargar, svo mun mannkynið horfa á konuna sjer til
bjargar úr þeirri neyð, sem hatur og rangindi hafa
7