Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 100
98
tíltn
leitt það í. Það er horft á konuna ástaraugum af öllum
þeim, sem þrá yl og hlýju í þessum kalda heimi.
Og vaxandi skilningur er á því, að f jelagsskapur
kvenna megni að innleiða nýtt tímabil í lífssögu mann-
kynsins — það tímabil, þegar mönnum alment skilst,
að það er ekki hægt að koma neinu góðu til leiðar í
heiminum, nema með þeim mjúku tökum, sem nærgæt-
inn kærleikur ræður yfir, og með því að vinna aðeins
með góðu, góðum meðulum, orðum og verkum, því ein-
ungis af góðu sæði sprettur gott.
Þegar spámaðurinn Jesaja er að áfellast þjóð sína
fyrir þær starfsaðferðir, sem hún hafi, segir hann:
»Þið eruð altaf að skipa og skipa, hóta og hóta, skamma
og skamma, þessvegna ræðst skömmin á yður eins og
ljón«.
Þetta eru einmitt einkenni nútímans.
Hjer eiga konur að hafa aðrar aðferðir: Laða og
leiða, sýna hve mikið gott má gera með því að varð-
veita eldinn á ami kærleikans og taka hann á kyndla
sína og verpa ljósi yfir það, sem í myrkrunum er unn-
ið. Munið, ef ljós yðar logar, þá getur enginn unnið
neitt í myrkri. Sje nógu bjart af ljósi kærleiksríkra
verka, þá hverfur það, sem miður er.
Af þessu sjest, hve feikna víðtækt starf konunnar
er, hjer býr hún yfir bestum hæfileikum. — Án þess
að niðra oss neitt, karlþjóðinni, verð jeg þó að segja,
að við erum oft fremur í ætt við vindinn, þegar konan
er eins og sólin. Mjer kemur í hug sagan um það, þeg-
ar sólin og vindurinn deildu um það, hvort þeirra væri
sterkara og megnaði meira. Þau vildu fá ferðamann til
að fara úr kápunni. Vindurinn bljes af öllum mætti,
en það varð aðeins til þess, að maðurinn vafði kápunni
ennþá þjettara að sjer. En svo tók sólin að skína, og þá
þoldi maðurinn ekki mátið og fór úr kápunni. — Hvort
skyldi reynast betur hinn pólitíski stormur, að skamma