Hlín - 01.01.1932, Síða 102
100
ttUn ........
konuna til vegs og skipað henni í æðra sæti vegna kær-
leikans, hann gaf nú þessari konu tækifæri til að sýna,
hvaða störf hann metur mest. Þennan dag var margt
starfað, sem nú er gleymt, það eru rædd andleg áhuga-
mál og ræður haldnar í húsi Símonar likþráa, en sagan
hefur orpið alt slíkt moldu, en dæmt þessu líknarverki
eilíft gildi og líf. — Á þessum degi þykjast vinir Jesú
gera gott verk og atyrða konuna fyrir eyðslu smyrsl-
anna. Það er sami tónninn og enn í dag, að konan skuli
ekki vera að föndra við opinber líknarverk. — Konan
með buðkinn situr í fjötrum hinnar kvenlegu niðurlæg-
ingar, en hjarta hennar logar af kærleika, þar sem hún
krýpur á bak við hina. En kærleikur henriar sjer hið
rjetta og það er það, sem gefur sögu hennar líf, hinir
ganga í blindni. — Smurningin gefur það í skyn, að
María sjer að Jesús verði líflátirin, og hún er eina
manneskjan, sem breytir eftir innri sýn. Hún tekur
buðkinn. Hún er á rjettri stöðu á rjettri stund. Hún er
á þessari stundu einasti sanni postulinn, sem Jesús á,
af því að hún leggur græðandi smyrsl á þann líkama,
sem rísa átti upp. Þetta bar að gera á þessari stund. —
Hjer er ævarandi minnismerki konunnar. Hin göfug-
asta starfsemi verður þetta, að taka þátt í kjörum ann-
ara með kærleika og skilningi. Kærleikur konunnar er
trygging fyrir því, að hún sjer þörfina og stwrfa/r sam-
kvæmt því. — Maríukærleikurinn mætir dýpstu þrá
Jesú, af því að þessi ást setur sig inn í líðan hans og
kvalir.
Kvenleg starfsemi fær blóma sinn af því að hafa
auga fyrir sálarþörf annara. Hjálp stoðar aldrei, ef
hún mætir ekki sál þiggjandans. Hjer er kærleikurinn
ljósið, sem lýsir inn í sál þess, sem hjálparþurfi er.
Það er hægt að hjálpa svo, að ekki stoði. Þessvegna
verður hinum hjálparþurfa ætíð notabest sú hjálp, sem
felgt í því að skilja kjör.hans í kærleika og breyta eftir