Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 103
min
101
því. Þótt hann sje umkringdur vinum, sem ekki geta
snortið sál hans og ljett af hinni innri byrði, þá getur
svo farið, að sagan sljetti yfir alla þeirra hjálp, ef hún
er ekki buðkur skilningsins.
En einmitt hjer hefur kveneðlið svo góða aðstöðu til
að verða til sannrar blessunar. Konueðlið getur hæg-
lega fundið hið insta og dýpsta í sál líðandans, einmitt
það sem hjálpin byggist á. Þá er besta hjálpin oft gott
viðmót, alúð og persónuleg þátttaka í kjörum þess sem
í hlut á.
Hjer er nýtt sjóíiarmið að rœkja fyrir sjerhvert fje-
lag kvenna. Konan kemur betur auga á hið persónu-
lega, þar sem vjer hinir lifum fremur í hinu almenna.
En þó er hið stærsta við þessa konu eftir: Hún hlýddi
raust hjarta síns. Þótt ilmurinn, sem fylti salinn væri
indæll, þá var hitt þó meira, að allur þessi ilmur var
aðeinstáknþess hiklausa kærleika,semkonanbaríbrjósti
sínu. Það er þetta, sem gerir hana mikla. Hún skeytir
ekkert um hvað heimurinn segir, er hún eyðir þessu
(Jýrmæta efni, hjartað vill það, það verður að vinna
þetta verk, og svo er það gert. Þetta er eftirdæmi fyrir
konuna að halda ekki að sjer höndum, þótt það mæti
misskilningi og vanþakklæti að gera það sem hjartað
býður.. — Hjer getur konan innleitt nýtt siðgæði hjart-
ans. Þegar kærleikurinn situr þar í öndvegi, þá verða
öll verk unnin af instu rót þess, þá verður buðk hugar-
þelsins góða helt yfir alla menn af sálarinnar fulla
krafti. Við hjartaræturnar býr guðsbarnið, sem þráir
samband við aðrar sálir. Og það sem í hjartanu býr,
brýst út af sálarþörf og brýtur af sjer allar takmark-
anir og tillit til vana og hefðar. Verk, sem í slíkum
anda er unnið, er meira en verkið eintómt, sálin fylgir
með. Gjöfin verður meira en fjeð, verður umfram alt
hið besta, sem sálin á. — Hjer brýst fram andlegt vor
og sólskin í tilverunni, hjer getur konan skapað ilm