Hlín - 01.01.1932, Síða 104
102
Hlin
vináttu og sálartengsla milli allra manna, þegar sál
gefur sig sál. Hjer er hið guðdómlega í tilverunni, hjer
geta allir orðið góðir.
Veglegasta verkefni konunnar er því að efla alt, sem
birtist óþvingað, frjálst og innilegt, alt sem kemur
beint frá hjartanu, en ekki frá dómsýki, vanafestu, eða
er háð þvinguðu formi tískuhefðar, hún þarf að berj-
ast gegn öllu, sem er gert af utangarna ástæðum, en
fagna öllu því, sem er í einlægni gert, þótt nýtt sje og
komi flatt upp á menn.
Dæmi Maríu lýsir hátt yfir aðstæðum .vorum í dag
og sýnir, eins og dæmi þeirra kvenna, sem að framan
eru nefndar, að það er einungis sannur kærleikur, sem
hefur rutt nýjar brautir, konan hefur átt hjer frum-
kvæðið og mun enn eiga, ef starfað er í þeim anda að
varðveita og gefa helgan Vestueld starfsamrar ástar.
Hjer sjest að yfir öllu, sem gert er smælingjunum til
góðs, gnæfir hátt þetta að gefa hjarta sitt, ausa af lind-
um innri kosta til annara og reyna að veita þeim inn i
líf þeirra. Þetta er hin persónulega vinátta manns yið
mann, manndómur og mildi í umgengni, skilningur af
samúð og hringrás elsku um hóp mannanna.
Það skal þá vera aðalsmerki konunnar að hjálpa með
hjartanu og láta hjartað brjóta hvern þann buðk, sem
með þarf í því skyni.
Heifnurinn mænir á konuna, heimurinn, sem er
þreyttur orðinn á þeim, sem altaf eru að koma fram
með svo margt og margt, sem á að verða til góðs, en
verður það ekki, af því ekkert hjarta slær á bak við,
skilning á sálunum vantar.
Ný siðbót er nauðsynleg.
Við getum keypt skip, bygt hús og mannvirki, bygt
kirkjur og skóla, við getum gefið út tugi blaða, jafnvel
um andleg mál, við getum haldið ræður hundruðum
saman, við getum sent trúboða um heim allan, við get-