Hlín - 01.01.1932, Síða 105
Hlín 103
um gefið fátækum stórgjafir, við getum bylt um þjóð-
fjelaginu, við getum bygt barnaheimili og elliheimili,
spítala og betrunarhús —, alt er þetta til einskis, ef
ekki bylgjast um þetta þungur straumur vináttu, kær-
leika og mannlegleika, ef umgengni manna og samlif
byggist ekki á, eða á rót sína að rekja til kærleiksriks
hjarta, sem mótar verkin. — Við þurfum nýjan anda,
þar sem við hættum allri flokkun á mönnum eftir em-
bættum og fatnaði, þar sem viðteknar venjur, klíku-
skapur, metorð og völd verða að lúta í lægra haldi fyr-
ir hverri óvenjulegri útrás hjartans. Vjer megum ekki
amast við neinum smælingja, sem brýst fram með
buðkinn sinn. Vilji konungurinn ekki heilsa kotungn-
um, verður hann að víkja úr stóli.
Vjer þurfum að reisa hásæti. Þar á að sitja sá, sem
mest á af þeim kærleika, er hefur laðandi mátt til þess
að snerta og hræra annara hjörtu. — Á annari brík
hásætisins sitji kona með ljós, hinni kona með buðk.
Þjer konur, byggið þetta hásæti, berið það um og
látið alla sjá það, lýsið með ljósi kærleikans, hellið úr
buðkinum á þá, sem líða og þarfnast vaxtar. Þá vinnið
þið ómetanlegt verk, því að sá, sem skilur og elskar,áað
vera herra heimsins. Guð býr í sálinni, sá sem brýtur
buðk hjarta síns, gefur öðrum Guð sjálfan. Þjer gefið
hið besta, er þjer gefið hjartað, þá ljómar Guðs ást og
gæska frá ykkur út til annai’a. Starfið á þessum grund-
velli bróðurkærleikans, sem er Guðs gjöf.
Gerið að ykkar orðum þessar línur, sem ein af systr-
um ykkar hefur orkt:
»Víkjum aldrei fótmál frá
föstu marki, er stefnum á.
óðal sje vors innra manns
andi bróðurkærleikans«.