Hlín - 01.01.1932, Side 106
104
Hlín
Utþrá og örbirgð.
Erindi flutt á ungmennafélagsfundi
eftir
Jóhcmnes Friölaugsson kennara frá Fjalli í Aðaldal.
Jeg ætla að segja ykkur sögu.
Það var einu sinni karl og kerling í koti, og áttu þau
eina dóttur barna, sem orðin var nær því fulltíða
heimasæta. — Þá greip hana útþráin. — Fólkið, sem
hún talaði við, bækurnar sem hún las, lýstu fyrir henni
lífinu út um heiminn og drógu upp í huga hennar
glæsilegar myndir, fullar af æfintýrum og lífsgleði. —
Farfuglarnir fluttu henni kveðjur frá fjarlægum lönd-
um og sungu henni kvæði um alla þá dýrð, sem þar
ætti heima.
Áður, á meðan hún var barn og unglingur, hafði hún
haldið, að enginn blettur á jörðinni væri jafnfallegur
sem heimahagarnir. Litla kotið með græna þakinu og
lágu, vindorpnu þiljunum, sem sneru fram á hlaðið,
litla, þýfða túnið í kring og móarnir og engið útfrá á
allar hliðar, fjallið fyrir ofan bæinn með skógivöxnum
hlíðunum og áin silfurtær og hrein, sem rann hæg og
niðandi út eftir dalnum og til sjávar. — Þetta fanst
henni þá að hlyti að vera fallegasti bletturinn í heim-
inum. En þegar útþráin greip hana, breyttist alt þetta
í einum svip. — Nú var alt svo ljótt og leiðinlegt
heima. Bærinn þröngur og dimmur. Sveitin sviplítil og
Ijót, og jafnvel blómin fanst henni missa litfegurð sína
og angan, og himininn var ekki jafn heiðríkur og blá-
djúpur sem fyr. — Henni fanst sér ómögulegt að una
þarna lengur. -— Svo lagði hún á stað út í heiminn.
Leið hennar lá til höfuðstaðarins. En sá munur,