Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 107
Hiln
105
Þama var alt á ferð og flugi. Skemtilegt fólk að tala
við, nógar skemtanir og falleg föt. Þar var alt, sem
augun og hugurinn girntist. — Þarna lærði unga stúlk-
an að ganga á hælaháum skóm, í staðinn fyrir sauð-
skinnsskóna heima. Þama lærði hún að ganga í silki-
sokkum og i silkikjólum — ermalausum, sem náðu nið-
ur á hnjen, það var þó munur eða vaðmálsfötin, sem
hún hafði vanist áður. Þarna lærði hún að ganga út á
kveldin, dansa á nóttum og sofa á daginn. Þvílík himna-
ríkissæla hafði henni aldrei dottið í hug að til væri. —
Tíminn leið og hún naut gleðinnar og skemtananna f
fylsta mæli. En undir niðri vakti útþráin og eirðar-
leysið í sál hennar. — Þegar til lengdar lét, undi hún
ekki lengur í borginni. Hún vildi njóta lífsins betur
og í ókunnum löndum, þar sem enn meiri gleði og lífs-
nautnir væru að finna. Og húi) sigldi til ókunnugra
landa. Hún dvaldi í höfuðborgum stórþjóðanna, þar gat
hún heimsótt sönghallirnar, leikhúsin, dýragarðana og
notið allra þeirra skemtana, sem glæsilegustu stórborg-
irnar hafa að bjóða. Þar sem manngrúinn óteljandi
líður eftir steinlögðum strætunum sem þungur, niðandi
straumur stórfljótanna, þar sem öll tungumál heims-
ins blandast saman í eina óskiljanlega suðu umferða-
lífsins, þar sem himinhá skrauthýsin gnæfa við loftið,
svart og draugalegt af verksmiðjureyk stórborgarinn-
ar. — Þarna var margt/að sjá og heyra. En leiðin lá
lengra — borg úr borg, land úr landi. Og að lokum
kom hún til Suðurhafseyjanna. Þar var hugnæmt að
vera. Þar vögguðu pálmarnir laufríkum blaðkrónum
sínum í kveldblænum. Þar stóðu brauðaldintrjen há og
beinvaxin og báru fullþroskaða ávexti. En á milli glitr-
uðu þúsundir litblóma með öllum litum regnbogans
eins og gimsteina- og perlublæja væri lögð yfir jörðina.
Og þvert yfir himininn, beint yfir höfðum manna, gekk