Hlín - 01.01.1932, Page 108
106
Hlin
sólin og stráði brennheitum geislum sínum niður yfir
jörðina og sefgrænan sjóinn.
Þarna var gott að vera. Þarna þyrfti enginn að
vinna. Það var nóg að við fæðingu hvers barns væri
gróðursett eitt brauðaldintrje. Ávextir þess voru nægi-
legir til þess að ala önn fyrir einum manni á meðan
hann lifði — hvað fæði snerti. Um klæðnaðinn var ekki
þörf að ræða á þessum slóðum. Þarna gátu íbúarnir
notið lífsins í næði. Þeir þurftu ekki annað að gjöra en
leika sér — hvíla sig — og sofa.
En leið dalamærinnar lá lengra. Hún kom til Ind-
landanna, þar sem hrísgrjónaekrurnar þöktu landið
eins langt og augað eygði, og gáfu hundraðfalda upp-
skeru tvisvar og jafnvel þrisvar á ári.—1 Þarna þurfti
lítið að hafa fyrir lífinu.
En hún festi ekki yndi þarna. Einhver þrá og ókyr-
leiki vakti í sál hennar — þrá eftir einhverju marki
að keppa að, þrá eftir einhverju starfi, sem hún gæti
helgað krafta sína og starfslöngun og sem gæti friðað
hug hennar.
Henni fanst hún sjálf vera að minka, og sál sin að
sljóvgast fyrir öllum áhrifum. Og eirðarleysið rak
hana áfram, land úr landi, borg úr borg.
Loksins lagði stúlkan á stað heim á leið.
/
Heitan sólskinsdag kom hún heim í sveitina sína.
Hún var örmögnuð af þreytu. Henni fanst hún ekki
þekkja sig. Henni fanst alt vera orðið breytt frá því
sem áður var. En þó fanst henni einhver sælutilfinning
streyma um sig alla, þegar hún vissi að hún var komin
heim. — Hún leit í kringum sig til að vita, hvort hún
sæi ekki einhvern mann, sem hún gæti talað við. Jú,
þarna rjett hjá henni var maður að verki, og leit helst
út fyrir að hann væri að leggja undirstöðustein að éin-