Hlín - 01.01.1932, Síða 109
Hlín
107
hverri byggingu. Hún gekk til hans og heilsaði honum,
þetta var ungur maður og knálegur. Var hann að strita
við stóran stein, sem sýnilega var ætlaður fyrir horn-
stein í bygginguna. Svitinn rann niður sólbrenda vang-
ana, og var auðséð að hann vann af kappi og með á-
huga að byggingunni. — »Á jeg ekki að hjálpa þjer við
steininn?« spurði stúlkan, þegar hún var búin að virða
manninn fyrir sjer um stund. Og henni fanst nýr lífs-
straumur fara um sig alla. Maðurinn leit upp frá vinnu
sinni og strauk moldugri hendinni um sveitt enni sjer.
Hann starði undrandi augum á stúlkuna. Þarna stóð
hún velvaxin og fríð, en þó var andlítið veiklulegt og
dökkir blettir fyrir neðan augun. En í augunum fanst
honum þó bregða fyrir geisla af innibyrgðum eldi. En
búningurinn. Slíkan búning hafði hann aldrei sjeð.
Hún hla^ut að vera annara þjóða kona. Nei, ekki gat
það verið, því hún talaði til hans á móðurmáli hans —
»móðurmálinu mjúka og hreina«.
»Ætli þú getir mikið«, sagði hann brosandi og leit
niður á silkisokkana og hælaháu gljáskóna, sem hún
hafði á fótunum. »Við skulum vita til«, sagði hún og
kastaði frá sjer sólhlífinni, sem hún hafði haldið á, og
tók tveim höndum á steininum. — Hann gjörði hið
sama. — Eftir litla stund var steinninn kominn á sinn
stað.
Dagurinn leið. Steinunum fjölgaði óðfluga í undir-
stöðu hússins. Þau unnu í sameiningu. Hana sveið í
lófana og hana vei'kjaði í bakið, en hún hugsaði ekki
um það. Henni fanst nýr þróttur færast um sig við
hvert átak, sem hún gerði. — Þarna settist hún svo
að. Þarna voru nóg störf óunnin, sem biðu eftir vinn-
andi höndum. Erfiðið gaf löngun eftir hvíld að afloknu
dagsverki. Og hvíldin gaf orku til áframhaldandi erf-
iðis næsta dag.
Þarna fann dalamærin fyrst sjálfa sig. Og þama