Hlín - 01.01.1932, Síða 110
108 Hltn
undi hún hag sínum. Síðan giftu þau sig. Þannig eiga
allar sögur að enda.
I raun og veru er það óhemju orka, sem ungur mað-
ur — karl og kona — á yfir að ráða, andlega og lík-
amlega, þegar við lítum yfir þau störf, sem ungur og
hraustur maður getur leyst af höndum, þá dylst okkur
ekki, að það er meira en lítil orka, sem þarf til þess.
Þegar jeg tala um orku, þá á jeg ekki við líkamlega
krafta, því þeir vinna ekki ætíð meira, sem eru sterkir,
— heldur á jeg við það magn mannsins, sem er megin-
þáttur, eða aðalstyrkur allra verka hans. Það sem gjör-
ir lífsstarf hans að stórvirki. — Þegar við lítum yfir
störf manna alment, þá dylst okkur það ekki, að það
er geysimikill munur á verkunum, sem þeir leysa af
höndum, — þó svo virðist sem allir hafi unnið vel. Og
við vitum líka, að þeim farnast ekki æfinlega best, sem
vinna mest. Tveir menn, sem standa jafnt að vígi, þeg-
ar þeir byrja, uppskera ekki æfinlega jafnt. Annar
vinnur máske eins og hamhleypa, en hvernig sem hann
vinnur eignast hann aldrei neitt umfram daglegra
þai'fa. Hinn vinnur máske mun minna, en eftir lítinn
tíma fer hann að safna fje og heldur því áfram þar til
hann er orðinn efnaður maður. — Og þó var afstaðan
jöfn hjá báðum. Þarna kom fram mismunandi hagsýni.
Og það er þessi hagsýni, sem oftast ræður hvort manni
farnast vel eða illa — efnalega. Það hefur oft verið
sagt um okkur íslendinga, að við værum ekki hagsýnir,
og jeg held það sje rjett. Og þó er það undarlegt. Við
eigum heima í erfiðu landi og eigum að jafnaði við
erfið lífskjör að búa. Ætti því náttúran að vera búin
að kenna okkur hagsýni gegn um aldaraðir. En það
virðist svo, sem við sjeum tornæmir á þau lífsfræði.
Að minsta kosti nú á seinustu árum. Enda hef jeg