Hlín - 01.01.1932, Side 111
tílin
109
heyrt suma greinda menn og hagsýna halda því fram,
að alment sjeð, þá væri hagsýni að minka hjá þjóðinni.
Þeir segja að við sjeum að verða meiri augnabliksmenn
en við vorum áður, og að hagsýni og framsýni virðist
vera mun minni, en hún hafi verið hjer áður fyr. —
Þetta er íhugunarvert, ef. satt er. Jeg skal engan dóm
leggja á álit þessara manna, en það dylst mjer ekki,
að okkur vantar tilfinnanlega almenna hagsýni. Og þó
hefur okkur sjaldan legið meira á henni en einmitt nú
á þessum tíma.
Það er venjulega erfitt fyrir æskuna að taka við
störfum af þeim eldri. En jeg held samt, að sjaldan
hafi það verið erfiðara en einmitt á þessum yfirstand-
andi tíma.
Við skulum aðeins renna augunum yfir sveitirnar
okkar, og verja til þess fáeinum augnablikum að at-
huga þau kjör, sem unglingarnir eiga við að búa, sem
nú eru að taka við, og eiga að taka við á næstu árum.
Á næstu 10—20 árum er óhjákvæmilegt að byggja upp
meiri hlutann af bændabýlum landsins, að mestu eða
öllu leyti. Til þess þarf óhemju mikið fjármagn. í tún-
rækt og girðingar þarf líka að leggja stórfje, ef vel á
að fara. Því eins og vinnuaflið er dýrt nú, hljóta menn
að leggja mikla áherslu á það á næstu árum að auka
ræktunina. Þarna er geysimikið verkefni fyrir höndum.
En alt þetta er nú samt framkvæmanlegt. Það er
ekki erfiðast að byggja bæina eða stækka túnin. Það,
sem er langerfiðast er að greiða skuldirnar, sem nú
hvíla eins og mara á allri þjóðinni — bæði einstakling-
um og þjóðinni allri. — Það þarf dugnað og hagsýni
til að vinna bug á öllum þessum erfiðleikum, þó vona
jeg að það takist á endanum. — Menn mega ekki taka
orð mín svo, að jeg sje að draga kjark úr æskunni. En
hitt vildi jeg benda mönnum á — þeim eldri og yngri
— að það er ekki glæsilegt fyrir æskuna í sveitunum