Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 112
110
Hlm
að taka við óðali feðra sinna. — óðalið er að vísu gott
og hefur marga framtíðarmöguleika. — En það er nið-
urnítt og á því hvíla skuldir. Og ef það á að rísa úr
rústum, þarf hagsýnn hugur og vinwmgefnar hendur að
hjálpast að við það endurreisnarverk.
Og nú flýgur mjer í hug sagan af ungu hjónunum,
sem jeg las nýlega. Þegar þau giftu sig, tóku þau eyði-
y kot til ábúðar. Efnin voru lítil. En þau voru vinnugef-
in og samhent. Árin liðu. Þau reistu bæinn úr rústum.
Snotran og traustan sveitabæ. Túnið var sljettað,
stækkað og girt. Vatni veitt á engjarnar og þær girtar.
— Börnin komu hvert af öðru. Og efnin jukust ár frá
ári. Og eftir 20 ár voru þau, ungu hjónin, sem byrjuðu
á eyðikotinu, talin vel efnuð, og kotið talið með betri
jörðum í sveitinni.
Þarna hefur verið leyst af höndum kraftaverk. — Og
svona kraftaverk þarf unga fólkið, sem nú tekur við
óðali feðra sinna, að leysa af höndum í framtíðinni, ef
vel á að fara. — Þá mun óðalið foma rísa úr rústum
og verða að fallegri og traustri höll. — Heilbrigðri
æsku er að jafnaði gefin bjartsýni í vöggugjöf. Sú
bjartsýni, sem er hitagjafi og orknilind, starfsamra
fullorðinsára. Bjartsýni, sem dregur úr öllum erfið-
leikum, og gefur byr undir báða vængi til framkvæmda
og dáðaríkra verka. Það er þessi bjartsýni, sem enn
mun — eins og fyr — leiða æskuna yfir torfærumar,
sem verða á vegi hennar, og gefa vonir um gott dags-
verk að lokum.
Það er enginn vinningur fyrir æskuna að hafa enga
erfiðleika við að stríða. Baráttan styrkir og eykur orku
mannsins, bæði andlega og líkamlega. Þeir sem hafa
alt af öllu, verða að jafnaði miðlungsmenn og ekki
meira. Stærstu og þörfustu verkin, sem unnin hafa
verið í heiminum, hafa oftast verið unnin af fátækum