Hlín - 01.01.1932, Síða 113
Hlin 111
mönnum, og þeim sem hafa haft við marg-a erfiðleika
að stríða.
Þessvegna skuluð þið, unga fólkið, sem nú standið
með tvær hendur tómar, og eigið að fara að byrja á
dagsverkinu, horfa vonglöðum og djörfum augum fram
á veginn — því framundan liggur framtíðarlandið
bjart og sólríkt.
Ræða
flutt í miðdegisboði Hússtjórnarskólans á Isafirði
vorið 1931.
Það er mjer óvænt gleðiefni að sitja hjer meðal ykk-
ar í kvöld, og í tilefni af því vil jeg mega gerast full-
trúi hinna ungu, ógiftu manna í landinu örlitla stund
og mæla hér fram nokkur orð.
Jeg er nokkurn veginn viss um, hvað þeir góðu
sveinar mundu segja vilja, stæðu þeir í mínum spor-
um og hefðu kynst skólahaldinu hjer, þó ekki væri
ýtarlegar eða lengur en jeg hef gert.
Þeir mundu fyrst minnast gamla tímans, sem rjett
er liðinn hjá. Þeir þekkja hann »góða gamla afa« af
frásögn mæðranna sinna.
Jeg gleymi því aldrei, þegar móðir mín, sem nú er
sextug kona, var að sýna, mjer ýmsa handavinnu frá
ungmeyjarárum sínum. Mjer gekk það til hjarta,
hvernig hún lýsti þrá sinni eftir að fá tilsögn. Hún
fann máttinn hjá sér til þess að þroskast af lærdómi,
en kennarar hennar í handavinnu voru tilviljanirnar,
sem sendu henni eitt og annað fallegt upp í hendurnar,
skólabekkurinn var rúmstokkurinn hennar og náms-
tíminn næturnar og helgidagarnir. »Þessa rós heklaði
jeg eftir ílepp, sem næturgestur átti«, sagði hún, »það
varð jeg að gera, meðan hann svaf, og þessa kross-