Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 114
saumsrós saumaði jeg eftir tösku annars ferðalangs.
Ýmislegt prjón og tilbrigði í fatasaum sá jeg af fötum
og plöggum karla og kvenna sem jeg þjónaði til sæng-
ur og þurkaði eða þvoði af«.
Á þessa leið var frásögn móður minnar. Og skóla-
ganga þessarar sextugu konu, sem alin er upp í einum
stærsta og menningarmesta hreþp landsins, var hálfur
mánuður, »aðallega til að læra að skrifa«, sagði hún.
Hvað fengi nú þessi kona að sjá hjer í skólanum og
á 5—6 öðrum stöðum í landinu, þar sem skólar eru
komnir? Hún sem enn á ógifta syni og gjafvaxta dæt-
ur. Hversu dýrðlegt himnaríki mundi henni ekki hafa
þótt þetta jarðlíf, ef hún alt i einu hefði sjeð svona
stofnun blasa við sjer á sínum ungu dögum. Þessvegna
segja ungu mennirnir í landinu: »Þökk og heiður þeim
framtakssömu konum, sem leggja fram krafta sína til
þess að láta æskudrauma mæðranna okkar rætast«.
»Þökk og heiður þeim, sem menta systurnar okkar
og frænkumar. Þökk þeim og heiður, sem búa konu-
efnin okkar undir lífsbaráttuna og kenna þeim tökin á
því að fegra daglegt líf okkar«.
Og ennfremur mundu ungu mennirnir ávarpa ykkur
forvígiskonur þessa skóla og segja: »Af því að við sjá-
um hjer svo mikið hreinlæti, reglusemi, smekkvísi og
gleði, þá treystum vjer því einnig, að þið; fyrst ög
fremst viðhaldið og eflið það hjá systrunum okkar,
frænkunum og ástmeyjunum, sem okkur hefur orðið
dýrmætast af öllu hjá mæðrunum okkar, og sem þær
áttu í svo ríkum mæli, þrátt fyrir mentunarskortinn:
Kærleikann, guðstrúna og skilninginn á yfirsjónum
okkar og barnabrekum.
Þótt ungu mennirnir virðist ekki ætíð meta þessar
dygðir konunnar sem vert er, þá vita þeir það þó, all-
flestir, að þær eru undirstaðan að farsæld þeirra og
allra landsins barna. S.