Hlín - 01.01.1932, Side 116
114
Htín
Formaður, Ragnhildur Pjetursdóttir, setti fundinn
og bauð fulltrúana velkomna. — Formanni til aðstoðar
við fundarstjórn var kosin Jónína Sigurðardóttir,
Lækjamóti, og ritarar Droplaug Sölvadóttir og Jar-
þrúður Einarsdóttir.
I. Formaður gaf ýtarlega skýrslu um starfsemi K. í.
þau 2 ár, sem það hefur starfað, og lagði einnig fram
reikninga þess. Til endurskoðunar á þeim voru kosnar:
Sigríður Fanney og Ingveldur Sigmundsdóttir.
Kvenfjelagasambandið hefur haft nokkurt fje til um-
ráða frá Alþingi og Búnaðarfjelagi íslands og hefur
því verið varið til þess að stuðla að stofnun kvenfje-
lagasambanda, veita kenslukonuefnum I húsmæðra-
fræðslu námsstyrki og styrkja matreiðslu-, garðyrkju-
og handavinnunámsskeið hjer og þar á landinu. Sam-
bandið hefur ennfremur haft allan kostnað við Lands-
þing kvenna og önnur fleiri fundahöld.
II. Fulltrúar kvenfjelagasambandanna gáfu skýrslur
um störf Sambandanna heima í hjeruðum, og var það
mikið og margt, sem kvenfjelögin hafa haft áhuga fyr-
ir og starfað kappsamlega að. Fyrst og fremst hafa
þau trygt fjelagsskapinn með stofnun sambandanna,
gengist fyrir heimilisiðnaðarsýningum, haft matreiðslu-
kenslu með ýmiskonar fyrirkomulagi, einnig námsskeið
í saumaskap, vefnaði og garðyrkjustörfum, þá höfðu
og nokkur Samböndin haft hjúkrunarkonur í þjónustu
sinni og hjálparstúlkur til aðstoðar á heimilum í ýmsum
erfiðleikatilfellum. Báru skýrslur fulltrúanna ljóslega
með sjer, að stjórnir og meðlimir kvenfjelaganna
leggja mikið á sig til almenningsheilla.
III. Þá var tekið fyrir Húsmæðrafræðslumáiið. Fyrst
talaði Guðrún J. Bi'iem, tók hún sérstaklega fram,
að nú væri orðiri nauðsyn á að stofna kennaraskóla í
þeim fræðum, þar sem svo margir húsmæðraskólar væru
starfandi og oft óskað eftir umferðarkenslukonum,