Hlín - 01.01.1932, Page 117
HÍÍn
115
þyrfti að sjá fyrir nægum kenslukröftum, gat hún þess
jafnframt, að Búnaðarþingið 1929 hefði heimilað
stjórn Búnaðarfjelags fslands að láta af hendi til Kven-
fjelagasambands íslands hús og lóð í Gróðrarstöðinni í .
Reykjavík til afnota við kensluna. Þótti fundarkonum
þetta ágæt ráðstöfun. Þá urðu talsverðar umræður um
húsmæðrafræðsluna í heild. Nefnd var kosin til að at-
huga málið og lagði sú nefnd fram síðar á fundinum
þessa tillögu:
»Annað Landsþing kvenna skorar á stjórn Búnaðar-
fjelags íslands, að hún afhendi nú þegar stjórn K-ven-
fjelagasambands íslands hið umrædda hús og lóð í
Gróðrarstöðinni í Reykjavík til eignar og fullra um-
ráða«, og var hún samþykt.
En með því að það tekur tíma að koma kenslukonu-
skólanum á fót, var önnur tillaga svohljóðandi sam-
þykt:
»Annað Landsþing kvenna felur stjórn K. í. að
hjálpa kenslukonuefnum í húsmæðrafræðslu til fram-
haldsmentunar, eftir því sem ástæður leyfa, til þess að
þær geti orðið sem færastar í starfi sinu«.
IV. Næsta mál var »IIemvilisiðnaður«. — Droplaug
Sölvadóttir tók fyrst til máls. Bar hún fram tillögu frá
Sambandi austfirskra kvenna og var hún sú að byrjað
yrði á skýrslugerð um vinnubrögð á heimilum og ljeti
K. í. semjá skýrsluformið. Verðlaun yrðu svo veitt, eft-
ir því sem ástæður væru til.
Að þessari nýjung var gerður góður rómur, bjuggust
menn við að þetta yrði heimilisiðnaðinum til eflingar
og hlutaeigendum til uppörfunar.
Þá voru og allar fundarkonur sammála um að hjer-
aðssýningar á heimilisiðnaði væru nauðsynlegar og
vekjandi. Ljet Halldóra Bjarnadóttir, heimilisiðnaðar-
ráðanautur, það álit sitt í ljós, að heppilegt mundi að
4