Hlín - 01.01.1932, Síða 118
116
Jílin
hafa Landssýningn 10. hvert ár, en hjeraðssýningar 5.
hvert ár og sömuleiðis taldi hún það mjög æskilegt að
sú venja kæmist á í sveitum landsins, að sýnd væri á
vorprófum hehnwvinna barna. Urðu alllangar umræð-
ur um málið og' að síðustu borin upp svohljóðandi til-
•laga:
»Fundurinn felur stjórn K. f. að semja og láta prenta
skýrsluform fyrir heimilisiðnað og senda samböndun-
um sem fyrst«. Var tillagan samþykt.
Oddný Vigfúsdóttir skýrði fundinum frá því, að
Kvenfj'elagasamband Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
hefði í hyggju að koma upp útsölu á heimilisiðnaði
bæði í Borgarnesi og á Akranesi.
V. Þá flutti sjera Ásmundur Guðmundsson, docent,
erindi, er hann nefndi: »Samvinna presta og kvenfje-
laga til vemdar bömum«.
Guðrún' Pjetursdóttir þakkaði fyrirlesaranum þann
sóma og þá velvild, sem hann sýndi K. í. með því að
leita samvinnu við það í þessu efni. Beindi hún og til
hans, sem kennara í guðfræði við Háskóla íslands,
þeirri ósk, að foreldrar mættu vænta sér nokkurs
styrks frá æðstu mentastofnun landsins, háskólanum,
gegn þeim áhrifum, sem sumir kennarar við bamaskóla
landsins væru farnir að reyna að hafa á börn á unga
aldri með þyí, meðal annars, að fá þau til að ganga í
þann fjelagsskap, er hefði það markmið, eftir því sem
frá hefði verið skýrt í einu dagblaði borgarinnar »að
gjörbreyta þjóðskipulaginu, afnema uppeldisstarfsemi
heimilanna« og meta þau einskis. Hefðu þó heimilin
hingað til verið máttarstoðir hins íslenska þjóðfjelags.
Gat hún þess, að hingað til hefði prestastéttin verið
öflug stoð heimilismenningarinnar og góðir prestar
stutt hana á allan hátt. Óskaði hún að svo ihætti verða
framvegis hér á landi. — í sama streng tók Sigurbjörg
Þorláksdóttir, kensiukona, áleit hún að hjer mundi Vera