Hlín - 01.01.1932, Page 119
min
117
hætta á ferðum fyrir æskulýð landsins. — Ennfremur
lýsti hún nokkrum barnahælum, er hún hefir heimsótt
í útlöndum, og áleit að þau gætu verið okkur til fyrir-
myndar á ýmsan hátt. Allmiklar umræður urðu um
uppeldi og verndun bama, sem allar hnigu í sömu átt.
Fyrir fundinnJ lagði docentinn 3 tillögur svohljóð-
andi:
1. »Kvenfjelögin styðji að barnavernd með því að
vinna að því, að í skólanefndir og barnaverndunar-
nefndir jverbi kosnar þær konur, sem hafa mestan á-
huga á barnauppeldi og besta hæfileika og tækifæri til
opinberra starfa á því sviði«.
2. »Kvenfjelögin taki þátt í fjársöfnun fyrir barna-
hæli með prestum landsins,-aðstoði þá við sölu merkja,
fermingarspjalda og bóka, eða safni áskrifendum að
föstum árgjöldum«.
3. »Kvenfjelögin .beini tillögum og bendingum um
barnavernd og barnahæli til bamaheimilisnefndar þjóð-
kirkjunnar, sem mun taka þeim þakksamlega og meta
þær mikils«.
Tillögurnar voru allar samþyktar.
Ennfremur kom svolátandi tillaga frá Jónínu Sig-
urðardóttur, Lækjamóti: /
»Kvenfjelagasamband fslánds vill styðja bamavernd-
arnefnd þjóðkirkjunnar með því að gefa henni upplýs-
ingar um heimili víðsvegar um land, sem gætu tekið
að sér börn til uppeldis«. Tillagan samþykt.
Sömuleiðis var samþykt svohljóðandi tillaga frá
Ragnhildi Pjetursdóttur:
»Kvenfjelagasamband íslands skorar á barnakenn-
ara og skólastjóra, sem ekki geta aðhylst kristindóms-
fræðslu í kenslustarfi sínu, að hafa ekki barnakenslu
og barnauppeldi fyrir aðra að lífsstarfi sínu«.
Ingveldur Sigmundsdóttir bar fram svolátandi til-
lögu: »Anna.ð Landsþing kvenna biður fulltrúana að