Hlín - 01.01.1932, Page 120
118
Hlin
vinna að því innan sambandanna að efla kristilega
starfsemi meðal barna og unglinga og vinna að því
eftir getu að hæfir menn starfi á þessum grundvelli í
hverju hjeraði«. Tillagan samþykt.
VI. Þá var tekið fyrir næsta mál: »Starfsmenn kven-
fjelaga. Hafði Sigríður Fanney Jónsdóttir framsögu í
því máli. Kvað hún samband austfirskra kvenna um
nokkurn tíma undanfarið hafa haft í þjónustu sinni
stúlkur, er hjálpuðu fátækum barnaheimilum um vinnu
að vetrinum til, kaup þessara stúlkna hefði Sambandið
borgað, en heimilin lagt til fæði. óskaði hún eftir að
heyra, hvort fundarkonum litist ekki vel á að taka upp
þennan sið innan sambandanna. Kom það fram í um-
ræðunum að svipuð starfsemi var höfð með höndum í
nokkrum öðrum kvenfjelögum og voru allar sammála
um nytsemi og nauðsyn þessa máls. — Frá Sambandi
austfirskra kvenna komu fram óskir um, að K. í.
styrkti þessa starfsemi með nokkru fjráframlagi. Svo-
hljóðandi tillaga var borin, fram af Sigríði Fanney
Jónsdótíur:
»Annað Landsþing kvenna samþykkir að veita Sam-
bandi austfirskra kvenna 300 kr. styrk, til þess að taka
þátt í þeim kostnaði, sem af því leiðir að hafa hjálpar-
stúlkur innan fjelagsdeildanna«.
Samþykt með þeirri breytingu að stjórn K. 1. verði
falið að ákveða fjárhæðina.
VII. Eftir beiðni stjórnar K. f. kom Dr. Björg Þor-
láksson á fundinn og hjelt þar fyrirlestur, er hún
nefndi »Hrcyfikerfi líkamans«. Var fyrirlesturinn, sem
við var að búast, mjög fræðandi og þökkuðu fulltrúar
doktornum með lófaklappi.
VIII. Fælclmn prestsembætta. í sambandi við frum-
varp, sem fram kom á síðasta Alþingi um fækkun
presta, las Kristín Jósafatsdóttir upp brjef og tillögu