Hlín - 01.01.1932, Page 122
120
Hlín
skiftar skoðanir, og eftir nokkrar umræður var borin
upp og samþykt eftirfarandi tillaga:
»Kvenfjelagasamband íslands ályktar að ganga ekki
í neitt erlent kvenfjelagasamband að svo stöddu«.
XI. Erindi frá Stórstúku íslands. Því næst las for-
maður K. r. upp brjef frá Stórstúku íslands þess efnis,
hvort K. í. vildi ekki taka þátt í herferð gegn smyglun
á áfengi og áfengisbruggi. — Svofeld ályktun var tek-
in í málinu: »Landsþingið vísar málinu frá, sökum
þess að tími vinst ekki til að ræða málið«.
Var ályktunin samþykt.
XII. Stjómarkosning. Eftir lögum K. í. átti ein kona
að ganga úr stjórninni ; var dregið um hver skyldi
ganga úr, og kom upp hlutur Guðrúnar Pjetursdóttur,
en hún var endurkosin með öllum atkvæðum.
Jónína frá Lækjamóti þakkaði fyrir hönd Lands-
þingsins formanni, Ragnhildi Pjetursdóttur, fyrir henn-
ar höfðinglegu gjöf; 2000 kr., til Kvenfjelagasambands
fslands, og tóku allar fundarkonur undir það.
Formaður lýsti því þá yfir, að störfum Landsþings-
ins væri lokið. Þakkaði hún fulltrúunum fyrir góða
samvinnu og. óskaði öllum góðrar heimkomu og alls
hins besta í framtíðinni og sagði þar með 2. Landsþingi
kvenna slitið.
Bæjarstjórn Reykjavíkur sýndi fulltrúum Lands-
þihgsins þann sóma að bjóða þeim í ferðalag austur
fyrir fjall, að Þrastalundi og að skoða um leið mjólk-
urbúin þar eystra, var Guðrún Jónasson, bæjarfulltrúi,
formaður fararinnar.
Þá var og að tilhlutun stjórnar K. í. fulltrúum Lands-
þingsins og nokkrum Reykjavíkurkonum boðið að
Þingvöllum til miðdegisverðar í Valhöll. —