Hlín - 01.01.1932, Síða 125
Hlín
123
í fjelaginu, án þess að sjá nokkurn verulegan árangur
starfa síns fyrir stærsta áhugamál sitt, húsmæðra-
skólamálið, fór áhuginn og öryggið um sigur góðs mál-
efnis að minka hjá sumum, þessa sáust glögg merki,
bæði á aðalfundum fjelagsins og í blaði þess. '
En nú Ijómar af nýjum degi. Fjelagið hefur unnið
sigra, og það vill og vonast eftir að geta unnið þá fleiri
og fleiri.
Konurnar þurfa að muna það vel, að auknum rjett-
indum fylgja auknar skyldur. Þær mega ekki sitja hjá
aðgerðarlausar sem hingað til, þegar um þau mál er
að ræða, er þær hafa engu síður hæfileika og afstöðu
til að vinna fyrir en karlmennirnir, t. d. kirkjumál,
uppeldismál og ýms siðferðis- og mannbótamál. Líka
þurfa þær að vinna að því, að þjóðin sýni það betur í
verki en að undanförnu, að hún viðurkenni jafnrjetti
þeirra við karlmennina.
Jeg ætla hjer að minnast aðeins eins dæmis: Það er
misrjetti í kaupgjaldi kaupamanns og kaupakonu að
sumrinu í sveitinni, þegar það er sem næst því að vera
helmings munur. Hafa þó kaupakonur oft lengri vinnu-
tíma en kaupamenn, þegar þær þurfa að vinna með
húsmóðurinni að þjónustubrögðum eða öðrum- innan-
bæjarstörfum, kvöld og morgna. Þetta minnir helst til
mikið á þau lög, er voru í gildi hjer á landi fram á
miðja s. 1. öld, að konur fengu aðeins hálfan arfahlut
rnóti bræðrum sínum.
Eðlilegt er, að þetta órjettláta mat á vinnu kaupa-
fólksins eigi rnikinn þátt í því, hve margar ungar
stúlkur leíta nú í kaupstaðina og að sjávarsíðunni, þar
sem minni munur er á kaupgjaldi verkafólks.
Menn og konur þurfa að taka höndum saman um það
að leitast við að búa ungu stúlkunum þau kjör, að þær,
fleiri en nú, vinni með fúsleik í sveitinni sinni og fái
löngun til að rjetta við sveitabúskapinn og gömlu