Hlín - 01.01.1932, Page 127
125
tílín
sje að nokkru leyti sem barn. í vöggu. Það er innileg
bæn mín fyrir honum, að forstöðukona hans og kenn-
arar beri gæfu til að móta svo sál hans, að hann nái að
göfga sem allra best nemendur sína, og að hann með
árum nái þeim þroska og því sjálfstæði, að hann verði
viðurkendur að vera ein af ágætustu stofnunum lands-
ins til að vinna að heill og hagsæld þjóðarinnar.
Anna Kristjánsdóttir,
Víðivöllum í Fnjóskadal.
Kvenfélagastarfsemi.
Brot úr framsöguræðu Sigrúnar P. Blöndal á aðalfundi
Sambands austfirskra kvenna í Borgarfirði eystra
vorið 1931.
Formaður, Sigrún P. Blöndal, hafði framsögu í mál-
inu. Hún mintist í fáum orðum á starfsemi kvenfjelaga
hjer á landi og þá breyttu staðhætti, einkum til sveita,
frá því þessi fjelagsskapur byrjaði og til þessa tíma,
kvað framsögumaður alt benda á, að líknarstarfsemi
kvenfjeiaga næði best tilgangi sínum»með því að hjálpa
bágstöddum heimilum um vinrni. Einyrkjakona, sem á
mörg börn, þarfnast einskis fremur. úr þessu gætu
kvenfjelögin bætt að einhverju leyti með því að hafa
stúlku í þjónustu sinni til að lána slíkum heimilum.
Kvenfjelögin ættu að vera í samvinnu við hússtjórn-
arskólana í sínum landsfjórðungi um ráðningu og
mentun stúlknanna. Til þeirra þarf að vanda vel. — Á
ýmsan hátt yrði þetta fræöslustarfsemi um leið.
Þessa hjálp er best að veita og þiggja. Hún er sam-
boðnust sannri líknarstarfsemi, og um leið er hún