Hlín - 01.01.1932, Síða 128
126
Hlin
einn besti skóli þeim, er inna hana af hendi, ef skiln-
ingur og mannúð stendur að baki.
Þessar tillögur voru samþyktar í málinu:
1. Að Sambahdið beitist fyrir því að komið verði á
fót þannig lagaðri hjálparstarfsemi innan fjelagsdeild-
anna, að þær ráði stúlku í þjónustu sína, er starfi á fá-
tækum barnaheimilum.
2. Að Sambandið styrki þessa starfsemi eftir megni,
og sendi fjeiagsdeildirnar því árlega skýrslu um starfið.
3. Að fela stjórninni að vera í samvinnu við fjelögin
að ráða stúlku til þessa starfs handa þeim fjelögum,
sem óska, og sjá þeim fyrir nauðsynlegri fræðslu.
4. Að fela stjórninni að skrifa Kvenf jelagasambandi
íslands um málið og sækja um fjárstyrk til styrktar
starfsemi þessari.
) \
STARFSMENN KVENFJELAGA.
Brjef til Kv(mfjelagasanibands hlamls frá Sambandi
austfirskra kvenna.
Á fundi Sambandsins á síðaötliðnu sumri var sam-
þykt tillaga um að gera tilraun innan Sambandsins, til
að útvega kvenfjelögunum innan fjórðungsins stúlkur
í þjónustu Sína, er þau lánuðu síðan endurgjaldslaust
til að starfa á fátgekum bamaheimilum að saumaskap,
vefnaði, kenslu smábarna o. s. frv.
Teijum vjer enga hjálp hægt að veita, er slíkum
heimilum sje betri og notadrýgri, því slík hjálp sem
þessi -—• eins og vjer hugsum oss hana — er ekki að-
eins ein tegund góðgerðastarfsemi, heldur miklu frem-
ur spor í áttina að merkilegri menningarstarfsemi, ein-
mitt á þeim stöðum, sem allra erfiðast er að koma
slíkri starfsemi við beinlínis, en þar sem hennar er þó
miklu meiri þörf en nokkursstaðar annarsstaðar í þjóð-
fjelaginu, nefnilega á barnaheimilunum.