Hlín - 01.01.1932, Side 129
Hlin
127
Samband vort hefur samþykt að beitast fyrir svona
lagaðri starfsemi á næstu árum og styrkja eftir megni.
Leyfum vjer oss því hjermeð að leitast fyrir um
það, hvort háttvirt Kvenfjelagasamband íslands mundi
ekki sjá sjer fært að styrkja oss til þessa starfs, þar
sem vjer, eins og áður er tekið fram, teljum það eitt
hið besta ráð til að styðja að heimilismenningu á þeim
stöðum, sem oftast munu útilokaðir frá fræðslu í ann-
ari mynd.
Tillögur Sambands austfirskra kvenna sendar
K’venfjelagasambandi Islands.
\
Eins og kunnugt er, hefur viðhald og viðreisn heim-
ilisiðnaðarins í landinu verið eitt af aðalmálum kven-
fjelaga og kvenfjelagasambanda. Starfsemi sú, sem
fjelagsskapur þessi hóf í þessu augnamiði, hefur mest-
megnis beinst í eina átt, nefnilega fræðslu með náms-
skeiðum og sýningum. Aðallega mun fræðsla hafa ver-
ið veitt í vefnaði, enda var þess mest riauðsyn. En þar
sem vefnaður er nú orðin föst námsgrein í flestum
kvennaskólum landsins, er líklegt að námsskeiða í vefn-
aði fari að verða minni þörf.
Virðist því augljóst, að heimilisiðnaðarstarfsemin
þurfi að breytast, og fje því, sem varið hefur verið til
vefnaðarkenslu að notast á annan hátt.
Það er sannfæring vor, að það sem máli þessu riði
nú mest á, sje vaJcning almenns áhuga fyrir heimilis-
iðnaði, og byggjum við tillögur okkar á þéirri skoðun.
Alt virðist benda á, að þeir fjárhagsörðugleikar, sem
hin svokallaða »kreppa« veldur, leiði til þess, að al-
menningi verði ljósari en áður þýðing heimaiðjunnar.
Vjer álítum því, að nú sje áríðandi fyrir þann fjelags-
skap, sem starfar einkum að viðreisn heimilisiðnaðar
og heimilismenningar, að færa sjer þessar kringum-
stæður í nyt og ganga í lið með þessari vaxandi nauð-