Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 131
Hlin
129
»Vandi fylgir vegsemd þeirri
að vera kona í sveit«.
Kreppan steðjar að og nauðsyn krefur, að nú sje lát-
ið til skarar skríða um eflingu heimavinnunnar í smáu
og stóru, þá eru mörg viðfangsefni sveitakonunnar,
þegar fólksleysið er annarsvegar.
Það er tvent, sem þarf að gera: Heena fólkið aftur
að sveitinni og bjóða árshjúum þau kjör, að vel megi
við una. — Nú er kaupþol bændanna sáralítið móts við
það sem hefur verið, en það er samt hægt að gera
margt til þess að stúlkur verði ánægðari en þær hafa
verið með sveitavist. — Flestar stúlkur, sem í kaup-
staðina fara, eru að leita að leiðum til meiri mentunar
heldur en sveitin hefur að bjóða, þær hafa margar litlu
úr að spila, peningalega, og neyðast því til að leita fyr-
ir sjer um vist í kaupstað, en margar hafa lítið eða ekk-
ert eftir veturinn, þó kaupið sje nokkuð hátt, því það
eyðist í ferðir og föt, sem kaupstaðarvistin útheimtir
meiri og betri en sveitavistin.
Setjum nú svo, að þessu væri hægt að breyta: Stúlk-
ur fengjust til að fara í ársvist í sveit, og við konurnar
berðumst fyrir því af alefli, að sú ósanngirni, er hefur
ríkt um mismun á kauptaxta karla og kvenna, yrði úr
gildi numinn, og kaup kvenna yrði ávalt í rjettu sam-
ræmi við kaup karlmanna. Það er víst óhætt að full-
yrða, að þetta ósamræmi á þátt í því, hve fátt er um
ársstúlkur á sveitaheimiltmum.
Þegar heimilisiðnaður fer i vöxt, þá er vinna árs-
stúlkna í sveit alveg ómissandi á hverju heimili, og
þessvegna er það skylda okkar kvenna að bæta kjör
þeirra sem best við getum. En það er ekki alt fengið
með því að kaupið sje sem allra hæst, eins og svo
margur seilist eftir. Þá er meira heimtað af verkalýðn-
9