Hlín - 01.01.1932, Page 134
Í32
Hlin
vera kenslubók í öllum húsmæðraskólum vorum, og
hefi jeg sannfrjett að Sigrún P. Blöndal, forstöðukona
Húsmæðraskólans á Hallormsstað, hafi hana meðal
kenslubóka skólans, og að líkindum hefur bókin verið
notuð við fleiri skóla.
»Mataræði og þjóðþrif« er 272 bls. að stærð með
nokkrum myndum og töflum til skýringar. — Henni er
skift í tvo kafla, og köflunum skift í 21 kapitula. —
Bókin er ljóst og lipurt rituð og verðið á henni aðeins
kr. 5.00, innheft í kápu með mynd höfundarins framan
á kápunni.
Elin.
Sitt af hverju.
Kvenfjelag Seyðisfjarðwr kom s. 1. ár upp trjágarði kringum
kirkjuna, sem fjelagið gekst fyrir að reist væri fyrir nokkrum
árum. Girðingin, sem er 175 metrar á lengd, kostaði kr. 1922.58.
Trjáplöntur, laun garðyrkjukonu og önnur vinna við garðinn
kr. 853.48. Settar voru niður 266 trjáplöntur og nokkuð af
blómum.
Kvenfjelag Siglufjawðar styrkir stúlku með kennaraprófi til
náms á barnaheimili í Lundúnaborg í því skyni að hún veiti
síðar forstöðu dagheimili fyrir börn, sem fjelagið hygst að koma
upp á Siglufirði. Leggur fjelagið fram 1500 krónur og lánar
1000. Prestafjelagið leggur fram 500 krónur.
Kvenfjelög á Austurlandi hafa tekið upp þá nýbreytni að
styrkja fátækar stúlkur til náms á Hailormsstaðaskólanum eða
lána þeim fje til námsins.
Samband austfirshra kvenna hefur, síðan það var stofnað,
notið 200 krónu styrks árlega frá Búnaðarsambandi Austur-
lands.
Samband sunnlenskra kvenna hefur notið ríflegs fjárstyrks
frá sýslufjelögum Árness- og Bangárvallasýslna til starfsemi
sinnar.