Hlín - 01.01.1932, Page 135
HUn
133
Kvenfjelag Reykdæla, S.-Þingeyjarsýslu, hefur á s. 1. vori
plantað blómum og runnum kringum húsmæðraskólann á Laug-
um. Þá hafa líka á þessu vori verið gróðursettar 1200 trjáplönt-
ur við skólann, og lifa þær flestar góðu lífi. Verður þarna von-
andi með tímanum fallegur gróðrarreitur með skjólgóðum rjóðr-
um til og frá, hinum ágæta skóla Þingeyinga til gagns og prýði.
Hið Skagfirska lcvenfjelag, Sauðárhrólei, hefur fengið 3ja
dagslátta land til ræktunar í Sauðárgili, ca. 1 km. frá bænum
og gerir ráð fyrir að koma þarna upp skrúðgarði fyrir bæinn
með tíð og tíma, en fyrst um sinn verður þetta matjurtagarður
fjelagskvenna. Hreppurinn ljet girða landið, en kvenfjelagið sá
um vinslu. Um miðjan maí var þessu lokið, og var þá tekið til
óspiltra málanna að setja niður, planta og sá, voru þá viku oft
50—80 manns starfandi í garðinum daglega. Útlit er gott með
sprettu og hirðing ágæt.
Kvenfjelagið í Stykkishólmi er að koma sjer upp gróðrarreit,
vinnur nefnd úr fjelaginu að málinu, en hreppurinn gaf landið.
Kvenfjelagið »Hinta bandið« í Regkjavík er að reisa stórhýsi
á þessu ári. Þar verður sett á stofn hjúkrunarhæli, tekið við
lasburða fólki, er bíður eftir sjúkrahúsvist, eða er nýkomið af
sjúkrahúsi.
Samband vestfirskra lcvenna hafði í vetur umferðarkenslukonu
í þjónustu sinni, er hjelt matreiðslunámsskeið fyrir unglings-
stúlkur til og frá um Vestfirði. Nú leiðbeinir sami kennari í
garðyrkj u á þeim slóðum.
Garðyrkjukonur starfa í sumar: Ein hjá Sambandi aust-
firskra kvenna (Borgarfirði og' Hjaltastaðaþinghá), tvær hjá
Sambandi sunnlenskra kvenna (Árnes- og Rangárvallasýslum).
Ein hjá Sambandi norðlenskra kvenna (Þistilfirði). Kvenfje-
lagasamband fslands styrkir alla þessa umfeiðarkenslu.
Af Kjalamesi er skrifað vorið 1932: Það er mikill áhugl
vaknaður hjer í sveit fyrir aukinni garðækt og á Hlín sinn góða
þátt í því. Að tilhlutun Búnaðarsambands Kjalarnesþings fór
jeg um hreppinn síðastliðið sumar og leiðbeindi með ræktun
grænmetis og notkun með ágætum árangri og býst við að gera
það aftur í sumar. — Þjer viljið víst spyrja hvar jeg hafi lært
til þessa. Þá er því til að svara, að jeg hef lært í skóla reynsl-
unnar, af bókum Einars Helgasonar og af garðyrkjukonunni,
sem þið senduð okkur hjer um árið. M.
Úr Múlasýslu er skrifað veturinn 1931—2: Kvenfjelagið á
Völlunum hefur starfsstúlku í vetur. Hefur- hún unnið á 4—5
fátækum barnaheimilum og reynist ágætlega. Jeg hef mikla trú