Hlín - 01.01.1932, Síða 136
134
Hlín
á, að þetta starf geti orðið að góðu gagni. Nýlega kom jeg á
bæ, þar sem konan er ein með 6 börn, það elsta 8 ára. Þar er
búið að vefa 100 álna langan vef til fata. Kvenfjelagsstúlkan
átti að sauma úr þessu þegar hún kæmi. S.
Úr Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu er shrifað vorið 1932:
Tíðin hefur verið góð í vetur, svo við höfum átt hægt með að
halda fundi í fjelaginu okkar. Það er upplyfting fyrir okkur
konurnar að koma saman, þá leggjum við til síðu hversdags-
áhyggjurnar og reynum að gera okkur glaðan dag.
Fjelagið hafði námsskeið í haust í tvo mánuði fyrir stúlkur
18—18 ára, í handavinnu og matreiðslu og þótti það bera góðan
árangur. Kennari var Anna Þórðardóttir fá Borgarholti (nem-
andi Blönduósskóla). — Ein fjelagskonan var svo væn að lána
ókeypis hús fyrir námsskeiðið.
Fjelag okkar hefur hjálparstúlku tii að lána, er veikindi bera
að höndum, og er fengin reynsla fyrir því, að það er mikil þörf
fyrir hana, því ekki er nema konunum á að skipa á bæjum, þær
eru altaf hlaðnar störfum, ef þær fatlast frá, er engum til að
dreifa. M.
Úr Rangárvallasýslu er skrifað vorið 1932: Hjer var haldið
matreiðslunámsskeið nóvembermánuð s. J. Kennarinn var Helga
Björgvinsdóttir frá Efra-Hvoli. Námsstúlkur voru 10 og- voru
þær mjög ánægðar með kensluna, þó tíminn væri stuttur. Stúlk-
urnar bökuðu og brösuðu og löguðu ýmsa rjetti matar. Það sem
okkur þótti lakast var, að við áttum fátt grænmeti, sem vaxið
hafði í okkar eigin görðum. — Margar fleiri stúlltur sóttu um
að komast á námsskeið þetta en þær sem komust fyrir.
Kvenfjelagið í Holtahreppi borgaði kensluna og húsaleiguna.
Stúlkurnar borguðu fæði, ljós og eldivið. Búnaðarsamband Suð-
urlands lagði námsskeiðinu til kr. 100.00. S.
Kvenfjelagið »Hjálp«, Patreksfirði, er 4 ár,a gamalt, það hef-
ur starfsstúlku í þjónustu sinni, sem hjálpar til á heimilum, cr
veikindi bera að höndum. Fjelagið hefur greitt 1200 kr. í þessu
skyni. Það á ýms sjúkraáhöld, sem það lánar endurgjaldslaust.
A.
fslenska vikan: Stofnað var til »íslenskrar viku« um iand alt
dagana 3.—10. apríl s. 1. í því skyni að sýna hvað til er af ís-
lenskri vöru í landinu og' hvetja landsmenn til að nota hana sem
mest. AJþýða manna tók þessari viðleitni mjög vel allstaðar, sem
til hefur spurst, en mestur viðbúnaður var í Reykjavík og á
Akureyri: Sýningar, skrúðgöngur, þjóðlegar slcemtanir, ræðu-
höld o. s. frv. 1 þessum bæjum var uppi fótur og fit daginn áður