Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 139
lUín
157
skinn. (Uppskrift í Hlín fyrir nokkru eftir mann suður í Hrepp-
um, sem litaði skinn til bókbands, barkarlitaði). — Ef haft er
of mikið salt þegar álúnerað er, verða skinnin og' blaut, ef notað
er of mikið álún, vilja skinnin hlaupa saman í hrukkur. (Sumir
leggja skinnin í salta álúnsblöndu). Jónína.
Fyrírsögn um að álúnera gæruslcinn. Skinnið tekið jafnskjótt og
það er flegið, skafin vel úr því öll fita, salt borið í holdrosina,
lagt saman eins og fyr segir, þannig að ullin liggi ekki inn að
skinninu, iiggur svona nokkra daga, snúið daglega. Síðan er
álúnið borið í og látið liggja nokkra daga, athugað, borið meira
í, ef þurfa þykir, nuddað um. Skinnið þá tekið og þvegið vand-
lega úr volgu sápu- eða sódavatni (mætti líklega nota keytu í
fyrsta þvæli), skolað vel, hengt út og þurkað, en togað og teygt,
bæði meðan það er að þorna og eftir að ullin er þur. Þórey.
Að rota skinn. Taka skinnið helst volgt, vefja fast saman,
vefja stykki utanum, iáta á hlýjan stað, helst fjós eða þ. 1., þá
á að vera hægt að reyta ullina af eftir einn eða tvo daga. Legg'
svo skinnin í sápuvatn til að álúnera. — Sumir nota keytu til
að rota með, má það, ef varlega er farið að, ef skinnið liggur of
lengi, vilja koma svartir blettir á það. — Heyrt hef jeg gamalt
fólk tala um »að binda skinn á naut yfir nóttu«, þegar átti að
rota skinn, losnaði þá ullin.
Úr kattarskinnum, hundsskinnum, selskinnum og öðrum mjög
feitum skinnum fer ekki þræsan nema þvegið sje úr kcytu,
volgri, þarf að skafa afarvel úr alla fitu. Heyrt hef jeg nefnt
að skafa holdrosina á þessum skinnum upp úr volgri ösku, eða
nudda henni um. Jónina.
Af Noeöurlandi er skrifað: Þú veist að litla kvenfjelagið okk-
ar keypti spunavjel fyrir þrem árum og erum við búnar að
borga hana og erum ekki lítið hreyknar af, því nú verður lík-
lega ekki gott til fanga. — Við látum hana ganga á milli okkar
og hvert heimili spinnur fyrir sig, samcina sig' stundum tveir
eða þrír bæir, og jeg er viss um að meira er unnið úr ull fyrir
bragðið. — Jeg kom upp vaðmáli í fyrra, og' er nú í vetur búin
að sauma hversdagsbuxur úr því á alla mína pilta.
Jeg hef prjónavjel, reyndar bara hringvjel, og prjóna alt
fyrir mitt heimili, stórt og smátt, kem upp peysum og nærfötum
á fólkið, að jeg ekki tali um plögg. — Mig langar til að segja
þjer, góða mín, að á jólunum var alt heimilisfólkið á íslenskuni
sauðskinnsskóm og í íslenskum sokkum. Það er slæm vinna að