Hlín - 01.01.1932, Page 140
138
Hlín
gera mikið af skóm, jeg veit vel hvað það er, þvf maðurinn
minn og synir mínir hafa venjulegast notað þann skófatnað.
I. B.
Heimilisiðnaðwfjelag fslands hafði á s. I. vetri 4 saumanáms-
skeið í Reykjavík bæði fyrir húsmæður og ungar stúlkur. Voru
þau vel sótt og þóttu hentug og lærdómsrík. —
Heimilisiðnaðarfjelag Noregs hefur viðskifti við vefara til og
frá um landið. 6—800 vefarar unnu fyrir fjelagið s. 1. ár og
greiddi fjel. 200.000 kr. í vefjarlaun. — Fjelagið leggur til
vefjarefnið og sendir sýnishorn til að vefa eftir.
Ttáðanautur almennings % heimilisiðnaðarmálum (H. B.) hefur
á þessu hausti sent helstu kaupfjelögunum í landinu áskorun
um að hafa jafnan fyrirliggjandi til sölu í verslunum sínum
nokkuð af ýmsum efnum til heimaiðju, svo menn þurfi ekki að
sækja áhöld og efni langar leiðar, ef hafist er handa um ein-
hverja algenga framleiðslu, enda gjaldeyrir ekki fyrirliggjandi
til að greiða fyrir vöruna út úr hjeraðinu.
Þessi efni voru þau helstu: Tvistur af ýmsum stærðum og
vel litartrúr, hör, vefjarskeiðar, indigólitur og annar trúr og
góður litur, ullarkambar, ódýrt álún til heimasútunar, »eitur-
sóda (Red seal) til sápugerðar og nokkuð af góðu smíðaefni.
Upplýsingar gefnar um hvar þessa hluti sje að fá.
Heimilin eru þau orkuver, sem ber að styðja á allan hátt til
starfa. Þau "eru þess megnug að fra.mleiða fjölmargt af því sem
við með þurfum til eigin afnota, vefnað, prjón, smíðar o. fl.,
og þau geta, þessi 10—12 þúsund heimili í sveitum og smábæj-
um landsins, framleitt það ullarband (10 þús. kg.), sem viö
flytjum inn í landið árlega. Þetta geta þau með aðstoð 100
spunavjela, sem til eru í landinu, og þau geta meira, þau geta
komið í veg fyrir innflutning á mestöllu því ullarprjónlesi, sem
flutt er inn í landið með aðstoð mörg hundruð prjónavjela, sem
þegar eru til. Þetta má gera með góðu skipulagi og góðum vilja.
Þegar við höfum svo fullnægt okkar eigin þörfum sómasam-
lega í þessum efnum, förum við að flytja út. Það er engin hætta
á, að aðrar þjóðir vilji ekki nota okkar ágætu, hlýju ull, þegar
við, með æfingu heimafyrir, erum búin að læra að vinna úr
henni boðlega vöru.
Sigrún P. Blörulal á Hallormsstað skrifar: Jeg er ákveð-
in í að taka upp fastan minningardag hjer í skólanum fyrir
Vestur-lslendinga. Jeg álít raunar að allir alþýðuskólar ættu
að gera það, en þessum skóla ber sjerstök skylda til þess.
Xslenska þjóðin er ekki svo fjölmenn, að hún megi við því að