Hlín - 01.01.1932, Síða 141
Hlín
139
g'leyma og glata úr vitund sinni frændunum vestan hafs, og
af fáu hefðum við betra en að skilja til fulls þá baráttu, sem
þar er háð til verndar og viðhalds íslensku þjóðerni. Þó við
ættum ekki nema. brot af þeirri ást og trú á kynstofninn ís-
lenska, sem birtist í starfi þeirra og bókmentum, þá þyrfti eng-
inn að óttast eða örvænta um framtíð fslands.
Já, við hjeldum þetta minningarkvöld í fyrsta skifti í vetur
og afhentum þá einnig í fyrsta. sinn nemendastyrk úr Minning-
arsjóði Vestur-íslendinga, er þeir gáfu skólanum hjer 1930. —
Við reyndum að gera þetta kvöld hátíðlegt eftir föngum með
ræðuhöldum, söng og upplestri.
Frd fslendingum vestan liafs er shrifað: Vænt þótti mjer um
að þú hafðir skemt þjer vel á Austurlandi í sumar sem leið,
enda átti jeg ekki á öðru von. Austfirðingar standa ekki að baki
annara landsmanna í neinu, enda sýndu þeir það með gjöfunum
til Hallormsstaðaskólans. Þar var einlægur og eindregin vilji
allra. Sýndi það meðfædda höfðingslund og metnað. Og er fögn-
uður að vita til þess, að skólinn skuli vera byrjaður á starfi
sínu, og væri óskandi að fyrirkomulag og öll stjórn næði þar
tilgang'i sínum og að óhagstætt árferði krepti ekki svo að landi
og þjóð, að hann og aðrar mentastofnanir komi ekki að tilætl-
uðum notum. Það var heppilega af stað farið með þá fjársöfn-
un. Hcfði það dregist þar til nú, hefði minna orðið, sem safnast
hefði. 7. H.
Af Norðurlandi er skrifað: Það er hryllilegt, hve miklu var
fleygt í sláturhúsinu hjerna í haust, nokkrir af bændunum
fluttu bara heim hausana í sumum ferðunum, fótunum var mik-
ið keyrt í sjóinn, sömuleiðis lungum, lifrum og ristlum, að jeg
ekki tali um blóð og vambir. f sveitinni er ekki fólk til að hirða
um þetta, þegar svona mikið berst að, og' svo þarf þess heldur
ekki með, það er ekki svo margt fólkið.
En ekki kann jeg við þessa aðferð. Jeg er nú svo gamaldags,
að jcg hirti alt. Jeg átti mikla mjólkursýru og ljet í hana það
sem jeg ekki hirti um að nota sem mannafæðu, það er ágætt
fóður. Slátrin, sem tekin voru hjer á heimilinu voru yfir hálft
annað hundrað, það er mikið verk að koma því öllu í mat, þægi-
legt að geta fleygt sumu í sýruna og ætla það skepnunum, það
þarf ckki að vanda eins til þeirrar verkunar. E. G.