Hlín - 01.01.1932, Page 142

Hlín - 01.01.1932, Page 142
140 HUn Um myndirnar (Skýringar). 1. mynd: Krossofin ábreiða frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð. (Sjá bls. 17). 2. mynd: Krosssaumuð blómsturkarfa eftir Helgu Benedikts- dóttur, Gröndal, Hafnarfirði, saumuð eftir blómsturkörfu Guð- rúnar Sveinbjarnardóttur, föðursystur Helgu, er saumuð var með perluspori (yfir eilm þráð). Neðst á bls. er mynd af íslenskum fljettusaum. Með þessum saum eru heilar ábreiður í Þjóðmenjasafninu saumaðar, flestar með íslensku bandi. Með honum var saumað í rósavetlingana, sem tíðkuðust mjög áður fyr (sjá næst síðustu bls.). Þessi saumur er einkennilegur og sjerstakur fyrir okkur íslendinga og ætti að takast upp að nýju. Undirsporið er jafnan tvöfalt lengra en yfirsporið, sem er eins og vanalegt krosé-spor. Saum- inn má sauma fram og aftur eins og annan kross-saum. 3. mynd: Sessa saumuð með blómstursaum af Jórunni ísleifs- dóttur, frá Brekku á Álftanesi er síðar giftist Páli Melsteð, sagnfræðingi. Jórunn ánafnaði sessuna Sigríði Gísladóttur, prestskona á Mosfelli í Grímsnesi. Sessan er í eigu Stefaníu Thorarensen, f. Stephensen, dóttur Sigríðar. Blómstwrsaumur (sýnishorn), saumað hefur Margrjet Símon- ardóttir frá Brimnesi. Blómstursaumur er þannig gerður, að stungið er upp í miðjan þráðinn (hann klofinn), og myndast því spor líkt steypilykkju. Þessi saumur er mjög mikið notaður til hannyrða hjer á landi til skamms tíma: á samfellur, sessur o. fl. Litirnir, voru mjög fjölbreyttir. Oftast var notað útlent band, fínt. Saumurinn og munstur þau, er honum fylgja, eru alger- lega einstök fyrir fsland, og ættu þessar gömlu, þjóðlegu gerðir að komast aftur til vegs og virðingar í íslenskum hannyrðum. 4. mynd: Þetta teppi er saumað af Unni ólafsdóttur, hann- yrðakonu, Hverfisgötu 84, Reykjavík, saumað í ullartau (boy) með fjórum litum. Stærðin er 4,15 m. X 2,10 m. — Aðalupp- drátturinn (hringirnir) er gerður eftir hinni frægu Valþjófs- staðahurð, sem nú er endurheimt frá Danmörku eftir langa úti- vist. Hurðin er álitin vera frá 12. eða 13. öld. Uppdrátturinn í neðri hringnum er tekinn upp á alla ísiensku bankaseðlana. — Utan um myndina hefur frú Unnur skorið eikaramma með höfðaletri. Er þar og í hringjunum utan um myndirnar, lýst sögninni, sem við myndirnar er bundin,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.