Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 143
Hlln
14Í
Myndin var á sýningu í Danmörku 1930 og vakti þar mikla
athygli. — Teikningin er eftir Tryggva Mag-nússon, listamann.
5. mynd: Frwtnhlið af silfurskrini því, sem Margrjet Bald-
vinsdóttir frá Helguhvammi í Húnavatnssýslu, leturgrafari í
Reykjavík, hafði til sýnis á Landssýningunni 1930. Á lokinu er
uppdráttur af íslandi, en á göflum myndir frá Þingvöllum. Á
bakhlið mynd af íslenskum sveitabæ.
Á sömu blaðsíðu er mynd af útskorinni rúmfjöl eftir Jóhann
Björnsson, ungan útskurðarmann á Húsavík. Kringum fjölina
er skorið versið: Vertu yfir og alt um kring o. s. frv. með
höfðaletri.
0. mynd: Reiðgjörð brugðin, og þrennir rciðbeislistawmar,
brugðnir, stungnir og spjaldofnir, alt af Landssýningunni 1930.
Á sömu blaðsíðu er sessa prjónuð með garðaprjóni úr íslensku
bandi, jurtalituðu, eftir Sigríði Þórðardóttur, Laugavegi 80,
Reykjavík. Munstrið er tekið eftir augnasaums-sessu í Þjóð-
menjasafninu.
7. mynd: Samfella, shatteruð með brúnu silki. Saumuð á
Laugalandskvennaskóla kringum 1880 af Þóru Jónsdóttur frá
Grænavatni, er síðar giftist Pjetri Jónssyni á Gautlöndum.
Neðantil á myndinni er ösJcubakki úr kisilrunnum levr úr
Strandasýslu, gerður af Guðmundi Jónssyni í Arnkötludal.
8. mynd: Útskornir smómunir úr horni og trje af Landssýn-
ingunni.
9. mynd: Þrjár sessur flosaðar með spilaflosi úr sauðarlituðu
bandi. Sú efsta eftir Sigríði Guðmundsdóttur, Ormsstöðum í
Grímsnesi, Árnessýslu. — Sú í miðið eftir Salóme Jóhannesdótt-
ur á Söndum í Miðfirði, Hún. — Sú neðsta eftir Ragnhildi Jóns-
dóttur á Stóra-Hofi á Rangárvöllum.
10. mynd: Há/rrós úr mannshári eftir Gunnhildi Ásgeirsdótt-
ur, Isafirði.
Neðantil á blaðsíðunni er mynd af orgelkassa (umbúðakassa),
sem var dubbaður upp og notaður fyrir skrifborð um lengri
tíma. Eigandinn skrifar svo um þetta sjerkennilega »borð«:
»Þetta sem við sjáum hjer á myndinni er gamall orgelkassi, og'
er hann í raun og veru miklu betri en myndin sýnir. Jeg notaði
hann upphaflega fyrir skrifborð og kostaði ekki öðru til en að
láta saga neðan af honum því mjer fanst hann fullhár, og svo
að búa til hillu úr lokinu. Þar að auki fóðraði jeg hann með
veggfóðri. Síðan hefur hann gegnt ýmsum embættum, svo sem
að vera bollaborð (Anrette), þvottaborð o. fl.. og altaf verið
mjög hentugur. Nú er hann kominp til vegs og virðingar og' er