Hlín - 01.01.1932, Síða 144
Í42
tilln
nú snyrtiborð með stórum, 300 ára gömlum altarisskáp yfir og
nýtur sín prýðilega.
Úr einföldustu kössum hefi jeg og gert mjer hentuga stóla,
og getur hver sem er gert það með mjög iitlum tilkostnaði og
þykja mjer þannig löguð húsgögn skemtileg og viðfeldin þar
sem þau eiga við«. F. F.
11. mynd: Tvxr ábreiðw úr Múlasýslu. T. v. stykkjótt gólf-
ábieiða úr Mjóafirði, eftir Gísla Vilhjálmsson, Brekku.
T. h. ábreiða úr dökkbrúnum, íslenskum java frá Amheiðar-
stöðum í Fijótsdal. Isaumur kross-saumur, grátt band, fjórfalt,
þrír litir. Gamall, íslenskur uppdráttur (Sjá bls. 23).
Á samskeytum ábreiðanna. hangir reiðgjörð, brugðin, eftir
Einar Long, Hallormsstað. — Neðar vetlinr/ar, tvíbandaðir, eftir
Kristrúnu Eyjólfsdóttur, frá Grafarholti, gamlan Múlsýslung'.
Neðar á blaðsíðunni er mynd af Augnsawm eins og hann er
saumaður á ábreiðum þeim og sessum, sem til eru á Þjóðmenja-
safninu, en hann er saumaður þannig, til aðgreiningar frá út-
lendu »Drottningarspori«, að rjetthverfa og ranghverfa eru ná-
kvæmlega eins, þarf því a<ð sauma hann nokkuð öðruvísi, eins
og myndin sýnir. »Þegar sauma á stafi eða rós, má sjaldnast
sauma hvert spor út af fyrir sig, heldur verður að flytja sig
þannig, að þegar komið er að næsta spori, verður að sauma það
sem næst er af því, og svo framvegis, þar til komið er í kring,
og þá er hægt að fullgera öll sporin. — Augnsaumur er saum-
aður þannig, að nálinni er stungið upp út í röndinni á sporinu,
en niður í miðjuna, og tekið þjett í. — í hvert spor er stungið
3var, 5 eða 7 sinnum á hlið, eftir því hve sporið á að vera
stórt«. (Þessi frásögn er höfð eftir Elínu Andrésdóttur, handa-
vinnukennara, Reykjavík, en hún lærði augnsauminn af Guð-
laugu Jónsdóttur, prestskonu í Hjarðarholti í Dölum, mikilli
hannyi'ðakonu. Fullyrti hún, að þetta væri hin gamla, íslenska
aðferð við augnsaum.
Á sessum og ábreiðum Safnsins er grunnurinn fyltur alveg
upp með augnsauni, svo hvergi sjer í grunninn, sem er íslensk
togeinskefta. En augun eru saumuð með jurta- og indigólitu
bandi. Sú ábreiða Safnsins, sem heldur sjer best, er gerð af
Dómhildi Eiríksdóttur,' prests í Saurbæ í Eyjafirði, eru augun
á henni 52'/ þúsund.
Augnsauminn ætti að taka upp að nýju, það eru íslenskor
hannyrðir,' fallegar og sjerkennilegar.
12. mynd. 1 miðju rekkjurefill, saumaður með refilssaum í
hvítt hörljereft með allavega litu íslensku ullarbandi. »Mynd-