Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 145
Htln
143
irnar sýnast, eftir búningunum a5 dæma, vera frá 16. öld
en refillinn er að líkindum ekki eidri en frá 18. öld«. (Mattli.
Þórðarson).
Efri rúmfjölin er að sögn eftir Þórð, biskup, Þorláksson í
Skálholti. Versið: Vertu yfir og alt um kring o. s. frv. er skorið
á fjölina. Fjölin er komin í Safnið frá Páli, sagnfræðingi,
Melsteð. — Neðri fjölin er frá árinu 1779.
13. mynd: Efst lítið gólfteppi, flosað með spilaflosi, eftir
Bjamfríði Einarsdóttur, ljósmóður, Reykjavík, jurtalitað band.
Næst í röðinni er gmðciprjónað smáteppi með fimm sauðar-
litum, prjónað af Gerði Jónsdóttur, Hróarsstöðum í Axarfirði,
flosaður kantur í kring.
Þriðja teppið í röðinni er saumað í striga með sauðarlituðu
bandi, fylt alveg upp, kanturinn í kring er flosaður í prjóna-
vjel. Teppið er eftir Sigurbjörgu Björnsdóttur í Deildartungu,
Borgarfirði.
Sessan áttablaðaða er saumuð með gömlum, íslenskum stopp-
saum af Teódóru Thoroddsen, Reykjavík, sessan er saumuð með
sauðarlitum eftir flossessu á Þjóðmenjasafninu.
Neðsta teppið er flosað með tveim sauðarlitum eftir Sigríði á
Ormsstöðum í Grímsnesi.
14. mynd: Krossofin ábreiða frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðai-
jDÍnghá (sjá bls. 20).
Neðar á blaðsíðunni stédlcamhar eftir Sigmund Bjarnason á
Ytra-Hóli í Kaupangssveit, í Eyjafirði. Kembin heimagerð, fest
í íslenskt leður. Þetta er 2890. nr. af ullarkömbum Sigmundar.
15. mynd: Illeppar slingdir gerðir af Þorbjörgu Sigurðardótt-
ur frá Húsavík. Nr. 5 stvmað band, nr. 4 krílað band. Hin bönd-
in öll fótofin: (Ásabönd og týglabönd).
Neðar á blaðsíðunni er mynd af svörtum rósavetlingum með
ísaum (íslenskum fljettusaum).
16. mynd: Útskorinn nautshymingur, silfurbúinn eftir Krist-
ján Jónsson í Villingaholti í Flóa.
Neðar á blaðsíðunni: Kaffiketill úr kopar, gerður af Baldvin
Björnssyni, gullsmið í Vestmannaeyjum.
Burt með silkisokkana
og suöurlanda-skokkana,
látið vaxa lokkana,
lærið að spinna á rokkana.
Pjetur Sigurðsson, Seyðisfirði,