Hlín - 01.01.1932, Side 164
M -- UÉÉiíiíir - Nýni!
eru að öllu leyti gerðár úr þessu lauflélla, en þó sterka efni: Tind-
ar, kló, haus og skaft. Þær hafa reynst mjög vel eins og sjá má af
eftirfarandi útdrætti úr ummælum merkra manna:
ÓLAFUR JÓNSSON framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands:
»Aluminium-hrífurnar eru sérstaklega léttar og liprar og taka í þeim
efnum Iangt fram öllum tréhrífum, er eg hefi haft kynni af*.
BEROSTEINN KOLBEINSSON, bóndi, Leifsstöðum í Eyjafirði:
»Rakstrarkonurnar, sem notað hafa þessar hrífur hjá mér í sumar,
telja sig raka meira með þeim en tréhrífunum, enda fást þær ekki
til að nota aðrar hrífur.*
EINAR ÁRNASON, aiþingismaður, Eyrarlandi:
»Mitt álit er, að þessar hrífur hafi svo marga kosti fram yfir tré-
hrífurnar, að ekki Iíði á löngu, þar til að þær hafa að mestu út-
rýmt gömlu hrífunum*.
Fyrst um sinn verða hrífurnar aðeins gerðar eftir pöntunum og
þurfa þær að vera komnar til mín fyrir lok októbermánaðar.
Verðið er sem hér segir:
Hrífuhaus fyrir karl eða konu kr. 5.00
Kvennhrífa, sérstaklega Iétt — 10.00
—» —»— —»—» sterk — 10.00
Karlmannshrífa 11.00
Virðingarfylst
»IÐJA« Akureyri, Pósthólf 111. Sími 190 og 33.
(Sveinbjörn Jónsson.)
Fægiduftið „DYN6JA"
er aðallega gert úr vikri úr Dyngjufjöllum, en vikur hafa islenzkar
konur notað til ýmiskonar ræstingar í þúsund ár. »Dyngja« er not-
uð i sjúkrahúsum, skólum, gistihúsum og á fjölda mörgum heimil-
um í landinu. — »Dyngja« fæst í smærri og stærri pökkum, sem
kosta 25—35 og 50 aura. — »Dyngja« er ódýrari en nokkurt annað
ræstiduft. »Dyngja« er ágæt í stað sápu til handræstingar.
»IÐJA«, Akureyri (Sveinbjörn Jónsson), Sími 190.
ÍSLENSK LEIKFÖNG.
LEIKFANGAGERÐ AKUREYRAR
býr til leikföng af ýmsri gerð: Bíla, rólur, flugvjelar, hjólbörur,
brúðuvagna, brúðurúm, hlaupahjól, taurúllur o. m. fl. — Besta efni
notað, Sjerstök áhersla lögð á að gera leikföngin sem sterkust. —
FORELDRAR, með því að kaupa íslensk leikföng handa börnum
yðar, stöðvið þjer að nokkru þann peningastraum, sem árlega geng-
ur út úr Iandinu í vinnulaun fyrir útlend leikföng.
ÍSLENSK LEIKFÖNG HANDA ÍSLENSKUM BÖRNUM.
Skarphjeðinn Ásgeirsson, Oddeyrargötu 36. — Sími 202; —