Dvöl - 01.01.1938, Page 13

Dvöl - 01.01.1938, Page 13
Ð V 0 L 7 ýkja hátt um sig. Ljósvakinn skildi hana frá því lífi, sem henni í raun réttri bar, og henni virtist hafa verið það ljóst frá fæðingu. Raunverulega var tilvera hennar byggð á algjöru réttleysi, því að upphæðin í eitt skipti fyrir öll var með öllu þrotin, þegar eitt ár var liðið af æfi hennar. Pað var að- eins misskilningur af hennar hálfu að lifa peningana. Fósturforeldr- arnir litu á það sem beina áreitni af hennar hendi, og sniðu fram- komu sína gagnvart henni eftir því. Hún nærðist á litlum mat eða alls engum. Öðru hvoru fékk hún að borða yfir sig, og af því staf- aði tilveru hennar nærri því mest hætta. En hún þoldi það einnig. — Árunum að baki hennar fjölg- aði. Hún minnti fremur á per- sónugerða eymd en lífveru, þó að henni væri snemma lagt á herðar að gæta fóstursystkina sinna. Peirra saga var hin sama og hennar. Sum þeirra yfirgáfu jarðlífið þegjandi eða hljóðalítið, en önnur héldu velli af óskiljan- legri þybbni. — í augum Boline var dauðinn ekki hræðilegur. Hún sá engan mun á fóstursystkinun- um, hvort þau voru lífs eða liðin. Sami var litarhátturinn. Aðeins veiklulegt kjökur, lítilf jörleg hreyfing eða annað slíkt táknaði tímamótin — annað var það ekki. En Boline varð fjórtán ára og fór í vist. Enginn spurði um foreldra henn?ir eða hjónabandsskírtejni þeirra, ekki einu sinni presturinn, faðir barnanna, sem hún gætti fyrsta hálfa árið. En það var því fremur spurt um líkamsþrótt og þó einkum röskleika. Boline var hvorki þróttmikil eða rösk. Hún var aðeins gugg- ið skinn, strengt yfir mjó og merglaus bein. Blóðið, sem sitr- aði eftir æðum hennar, var blá- leitt og útþynnt eins og svikin mjólk. 1 þessum líkama var eng- inn máttur til þess að hugsa sjálfstætt, naumast til þess að framkvæma skipun. Þessvegna skipti Boline oft um vistir. Smám saman safnaði hún þó nokkrum vöðvum. Pað þurfti ekki mikið til, hún þyngdist þar, sem aðrir léttust. En það var eins og það vantaði alla festu og dug, og handa heilanum var ekkert eftir skilið. Yfirbragð hennar var stöð- ugt bláleitt og kuldalegt. Hún var loppin og klaufski í höndunum — braut mikið, og fékk margt óval- ið orð í staðinn. Hún grét mik- ið yfir því og sínum eigin van- efnum. Qráturinn gerði hana enn sljórri. Þannig varð hún sextán ára, fékk tólf krónu,r í kaup á mánuði og varð auk þess aðnjótandi fyrstu ástaratlotanna í þessu lífi. Þau féllu henni í skaut í hálf- dimmum stiga og komu frá vel- búnum manni með ljóst yfirvar- arskegg. Hún hugsaði málið vand- lega eftir á, án þess þó að kom- ast að nokkurrj niðursföðu, Hún

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.