Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 16
10
D V Ö L
að reynslu. Og þessar tvær krón-
ur átti hún að hafa handa sjálfri
sér.
Boline nægðu líka tvær krón-
ur, það e.r að segja, hún fataði
börnin fyrir þær. Handa henni
sjálfri var ekkert afgangs. Föt-
in hennar voru þunn, og henni
var kaldara ep áður — einkum
þegar hún hafði grátið. En henni
var ekki beiskja í hug gagnvart
einum eiða neinum. Henni hafði
aldrei dottið í hug að krefjast
annars af tilverunni en hún bauð
henni.
Aftur á móti var hún ákaflega
hreykin af veiklulegu börnunum
sínum tveimur. Pau tóku ótrú-
legum framförum, einkum urðu
þau æ harðgerðari. Hún var stolt
yfir fóstrinu, sem hún hafði feng-
ið þeim. Dýrara uppeldi hlytu á-
reiðanlega engin börn, því að það
kostaði hana allt, sem hún vann
fyrir. Mesta hryggðarefni henn-
ar var það, að nú voru engir
aurar til þess að kaupa fyrir smá-
vegis handa börnunm eða fóstur-
foreldrunum, og það var ekki
nema eðlilegt, að það kæmi nið-
ur á börnunum.
Samkvæmt samningum hnupl-
aði hún ofurlitlu af kaffinu og
sykrinum. Eitt egg, hálft fransk-
brauð eða kjötbiti fór einnig
öðru hverju sömu leið. Sjálf
neytti hún nálega einskis. Frúin
hafði veitt því athygli sér til á-
nægju, að Boline var mjög þurfta-
smá, og hún gat ekki skilið,
hvernig þetta eyddist samt sem
áður. Og einn góðan veðurdag
komst hún svo að raun um, að
stúlkan stal. — Pað fór hrollur
um Boline, þegar orðið var nefnt.
í meira en þúsund ár hefir borg-
arastéttin æft sig á því að segja
þetta litla orð, með þeim árangri,
að nú getur saklaus, lítil frú sagt
það á þann hátt, að það smýgur
gegnum merg og bein.
Boline hafði engan hæfileika til
þess að gefa rauðan belg fyrir
gráan. Pað var enginn uppreisn-
arandi í eðli hennar og hún hafði
enga tilfinningu fyrir því, að
hennar kjör væru bágari en vera
bæri. Hún varð aðeins altekin af
minnimáttartilfinningu, þegar ráð-
izt var á hana. Þessir eiginleik-
ar forðuðu henni frá værstu af-
leiðingunum. Pað var látið nægja
að segja henni upp, og því var
hún vön. — í næstu vistum gekk
henni ekki miður. Og svo réðist
hún til bókhaldara, sem bjó á
fjórðu hæð í stóru húsi og veitti
því forstöðu. Hún fékk sextán
krónur í kaup, en hér var heldur
ekki um nein fríðindi að r,æða.
Þetta var eitt af Kaupmannahafn-
arheimilunum, þar sem er bað
og vatnssalerni, en ekkert búr.
Heimilið var barnlaust, og þar
var mjög sjaldan kveiktur upp
eldur. Morgunverðurinn — einn
skammtur — var sendur af mat-
sölu, og það, sem hjónin leifðu,
var stúlkunrii ætlað. Miðdegisverð-
arins neyttu þau úti, og áður en