Dvöl - 01.01.1938, Page 23

Dvöl - 01.01.1938, Page 23
Kynningarstarfsemi og kennslumyndir Eftir Hallgrím Jónasson, kennara Fyrir nokkru var þess getið í erlendum fréttum, að hinn kunni vísindamaður og Vatnajökulsfari, Niels Nielsen, hefði verið fenginn til fyrirlestraflutnings um Island í skólum Kaupmannahafnar. I því sambandi var þess og getið, að hann hefði látið gera kvikmynd af ýmsum náttúrufyrirbrigðum ís- lenzkum og þáttum úr íslenzku Þjóðlífi, sem hann sýndi með er- indum sínum. Daginn áður en ég fór úr Dan- mörku s.l. haust, átti ég tal við N. Nielsen um hina fyrirhuguðu fyr- irlestraferð hans og um notkun kvik- og skuggamynda til þess að kynna ísland. Ég hugsaði til þess með kinn- roða, að megnið af því sýni- myndasafni, er ég hafði á ferða- lögum mínum, var fengið að láni þar, af því að heima var ekkert heildarsafn til. Engin stofnun hérlendis, svo mér sé kunnugt, á til heijsteypt safn slíkra mynda, hvorki af þjóð- Kfi okkar, atvinnuháttum né menn- ingarframkvæmdum. Fæstar af menntastofnunumi okkar eiga nokkuð þess konar, og er furðulegt til þess að vita. Svo að segja hver sæmilegur skóli nágrannalandanna hefir aftur á móti til umráða stórt úrval slíkra mynda, fyrst og fremst frá sínu eigin landi og þjóðlífi, en einnig frá fjölmörgum öðrum stöðum jarðar. Augu íslendinga eru nú að opn- ast fyrir þeirri óhjákvæmilegu þörf og skyldu, að auka beri þekkingu annara þjóða á okkur frá því, sem verið hefir. Það má nær því segja, að nágrannaþjóðir okkar séu þyrstar í þá þekkingu. Mig hafði að minnsta kosti aldrei órað fyrir, að almenningur, t. d. í Danmörku, legði jafn sólgin eyru við, þegar sagt var frá ís- lenzkum þjóðháttum, náttúrufari eða þáttum úr sögu landsins, eins og raun bar vitni. Og til slíkrar fræðslu eru eng- in tæki handhægari né ódýrari en góðar skuggamyndir. Kvikmyndir, sem að vísu hafa mikla kosti fram yfir þær fyrrnefndu, eru enn tilfinnanlega dýrar og naum- ast okkar meðfæri sem almennt kennslutæki í skólum. Fyrir stuttu síðan fékk ég til- mæli frá ungum, íslenzkum menntamanni, sem dvelur við nám

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.