Dvöl - 01.01.1938, Síða 26
b VÓL
2Ö
að auka kynni frændþjóða okkar
og annara á sjálfum okkur, landi
okkar, fegurð þess og framtíðar-
möguleikum, þá verðum við að
eignast þau tæki og gögn, sem til
þess eru hagfelld og heppileg, svo
sem skuggamyndir og mjófilmu.
Og við verðum ekki síður að búa
fræðslustarfsemi landsins hlið-
stæðum tækjum, sem efla þekk-
ingu almennings á frændum okk-
ar, heimkynnum þeirra og lífi
handan við hin miklu úthöf.
Og eitt enn. Hversu ánægjulegt
væri það ekki, að Islendingar vest-
an hafs og austan gætu skipzt á
fjölþættum sýnimyndum úr lífiog
störfum þjóðarinnar beggja meg-
in Atlandshafsins. Pað gæti vel
orðið til stóraukinna tengsla þjóð-
arbrotsins í Ameríku við ættjörð
sína og ættingja. Það eru þvílík
tengsl, er svo fjölmargir ágætir
Vestur-íslendingar hafa barizt fyr-
ir og reynt að halda við, þrátt fyr-
ir mikla erfiðleika og þrátt fyrir
ómótmælanlegt skeytingarleysi
okkar í [heimalandinu. Hvað vitum
við um hin margþættu störf, líf
og baráttu landa okkar í Vestur-
heimi undir næsta ólíkum skil-
yrðum og við eigum að venjast?
Og hvað’ myndf Islendingum
vestra, sem svo margir þrá ætt-
jörð sína og heimahaga, kær-
komnara en að geta séð — þótt í
myndum einum væri — fegurð og
sérkenni föðurlandsins, geta á
þann hátt kynnzt og fylgzt með
margbrejdilegri þróun þjóðlífsins
fram á þennan dag?
Ef skólar íslendinga í Vestur-
heimi ættu yfir góðu, íslenzku
sýnimyndasafni að ráða, held ég,
að það gæti orðið þeim dýrmæt
eign í þeirri einlægu, en erfiðu
baráttu, sem þeir heyja fyrir við-
haldi þjóðernis síns og sambands
við heimalandið.'
Ég efast um, að við gætum
gefið þeim öllu gagnlegri og hlý-
legri gjöf, eða kærkomnari.
Slíkt safn væri lítill, en snot-
ur viðurkenningarvottur héðan að
heiman til fólks, sem býr fjarvist-
um við ættland sitt, en hefir þó
sýnt því svo trausta tryggð og
ræktarsemi gegnum langa og tor-
velda lífsbaráttu.
Ríkastur allra er sá sparsami, en sá
ágjarni fátækastur.
Náttúran hefir ekki sagt við mig:
Vertu fátækur; og þvi siður: Vertu
ríkur. En hún býður mér að vera sjálf-
um mér nögur.
Vitur maður er eyðileggingunni of-
urseldur, ef hann á ekki einnig sterka
skapgerð.
Eyrað og heilinn þekkja hugtakið
endurtekning, en fyrir hjartanu er allt
nýtt.
Chamfort.