Dvöl - 01.01.1938, Page 28

Dvöl - 01.01.1938, Page 28
22 Ð V 0 L og miklar augabrýrnar hnykluð- ust. i-fl Hann þekkti engan nema hús- ráðandann og virtist vera áð sál- ast úr leiðindum, þó að hitt hefði óneitanlega verið skemmtilegra, að manna sig upp og fylgjast með gleðskapnum. Seinna fékk ég að vita, að hann væri þarna úr héraðinu, hefði auðgazt á verzlun og væri útfar- inn braskari, að nokkru leyti und- ir handleiðslu gestgjafans okkar. F>að var samt mest fyrir kurt- eisissakir, að honum hafði verið boðið á barnaskemmtunina. Eng- inn spilaði við hann, enginn bauð honum vindil, og enginn yrti á hann einu orði. Pað var eins og heimilisfólkið væri samtaka um, að sýna þessum manni alveg sérstakt fálæti. Og af því að hann gat ekkert tekið sér fyrir hendur, neyddist hann til þess að eyða kvöldinu við það að strjúka skeggið. Hann hafði mjög fallegt kjálka- skegg, sem hann strauk í sífellu svo kostgæfilega, að mönnum gat dottið í hug, að kjálkaskeggið hefði komið í heiminn fyrst og síðan maðurinn til þess að strjúka það. En svo var annar gestur, sem ég tók alveg sérstaklega eftir, En hann var af allt öðru sauðahúsi, auðsjáanlega tiginborinn og var kallaður Julian Mastakovitch. Við fyrsta tillit sást, að það var hann, sem var heiðursgesturiqn í þessu samkvæmi, og að hann hafði líka afstöðu til húsbóndans og húsbóndinn til mannsins með kjálkaskeggið. Húsbóndinn og húsmóðirin voru ákaflega alúðleg og stima- mjúk við hann, drukku honum til, snerust umhverfis hann og leiddu gestina til hans og kynntu þá fyr- ir honum, en leiddu hann aldrei til neinna í sama tilgangi. Og ég sá, að tárin glitruðu í augum húsbóndans, þegar Júlian Mastakovich skýrði frá því, að hann hefði sjaldan lifað svo á- nægjulegt kvöld. Ég fór að finna til hálfgerðrar óbeitar á þessum tigna gesti, og eftir að ég hafði leikið mér stund- arkorn við börnin, sem ég fann að voru vel upp alin, dró ég mig út úr hávaðanum og fór inn í litla, auða setustofu. í öðrum enda hennar var nokkurskonar gróðrar- skáli, og þar settist ég. Mér fundust börnin indæl. — Þau voru alveg laus við hina há- tíðlegu tilgerð, sem einkenndi fullorðna fólkið, og vildu ekkert líkja eftir því þetta kvöld. I einu vetfangi höfðu þau rifið allt skrautið niður af jólatrénu og brotið helminginn af leikföngun- um, án þess að hugsa um, hver var eigandi þeirra. Eitt barnanna, sérstaklega lag- legur snáði með hrokkið hár, skemmti sér við að miða á mig með tréfallbyssunni sinni. En mesta athygli vakti p>ó systir J

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.