Dvöl - 01.01.1938, Side 30

Dvöl - 01.01.1938, Side 30
24 Ð V 0 L makindum að klæða hina dýr- mætu brúðu. Um hálfri stundu síðar var ég nærri sofnaður, þar sem ég sat í gróðurhúsinu og hlustaði á skraf- ið í rauðhærða drengnum og dökkhærðu stúlkunni litlu, en hrökk upp við það, að Júlían Mastakovich kom skyndilega inn. Hann hafði farið út úr setustof- unni og ekki sagzt þola hávaðann í börnunum. Or horninu, þar sem ég sat, hafði ég séð þenna heið- ursmann, fyrir dálítilli stundu, í áköfum samræðum við föður litlu rúbludrottningarinnar, sem þá hafði verið kynntur honum. En eftir að samtalinu var lok- ið, stóð Julían Mastakovich kyrr stundarkorn, og tautaði við sjálf- an sig eins og hann væri að telja á fingrum sér: Prjú hundruð, þrjú hundruð — — — ellefu, tólf, þrettán, fjórt- án, fimmtán, sextán, — í fimm ár. Við skulum segja fjóra af hundr- aði. — fimm sinnum tólf eru sex- tíu. Og á þessi sextíu —. Við skulum segja, að á fjórum árum fjögur hundruð — hm, hm, —. En þessi gamli refur er annars ekki líklegur til þess að gera sig ánægðan með fjóra af hundraði. Hann vill fá átta eða jafnvel tíu af hundraði. Við skulum reikna með 500 þús. — 500 þús. að minnsta kosti. Það er vissa. En ekkert er þó meira virði en að hafa peninga í vasanum, hm — hm — hm/‘ Hann snýtti sér og ætlaði að fara út aftur, þegar hann tók eft- ir börnunum, sem sátuj í horninu. Ég fylgdist með hverri hreyf- ingu hans, þar sem ég sat hálf- hulinn bak við plönturnar, og mér sýndist hann æstur og órólegur. Það hefir sennilega verið útreikn- ingurinn, sem hafði þessi áhrif á hann. Svo neri hann hendurnar og dansaði um gólfið eins og hann væri búinn að fá höfuðsótt. Að lokum jafnaði hann sig þó og nam staðar. Hann leit með íbyggnum svip til rúbludrottning- arinnar, færði sig nær henni og skimaði í allar áttir, eins og hann hefði ekki góða samvizku. Svo læddist hann á tánum til barn- anna, beygði sig niður og kyssti á kollinn á telpunni. Henni brá svo við þessa ó- væntu komu hans, að hún hljóð- aði upp yfir sig. „Hvað eruð þið að gera hérna, börnin góð?“ hvíslaði hann, leit í kringum sig, og klappaði svo telpunni á kinn- ina. „Við erum að leika okkur“. „Hvað! Ertu að leika þér við hann?“ spurði Julian Mastakovich og leit ásakandi á drenginn. „Þú skalt fara inn í setustofuna, drengur minn.“ Drengurinn þagði og sat kyrr. Hann horfði stórum, spyrjandi augum upp á Julian Mastakovich, sem horfði wmhverfis sig eins og

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.